Hver eru skilaboðin? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. janúar 2010 06:15 Á dögunum bárust af því fregnir að ákæruvaldið hefði tekið sig til og kært níu mótmælendur sem ruddust inn á palla Alþingis. Fólkið hafði frammi háreysti og pústrar urðu. Þá var bitið í fingur og gott ef ekki eitt stykki herðablað. Sem sagt, átök urðu og í framhaldi var kært. Allt of algengt í miðbænum, en að þessu sinni var líkamsárás ekki kærð heldur það að ráðast að Alþingi „svo að því eða sjálfstæði þess sé hætta búin", líkt og segir í hegningarlögunum. Jahá. Sjálfstæði Alþingis, eða því sjálfu, var nefnilega hætta búin við að níu mótmælendur vildu fara á áhorfendapalla og gera hróp að alþingismönnum. Nú hefur löngum verið kvartað yfir því að sjálfstæði Alþingis sé ónógt, ekki síst gagnvart framkvæmdarvaldinu. Að það hengi á svo þunnum bláþræði að óp úr níu börkum gætu slitið hann eru hins vegar nýjar fregnir. Síðar kom í ljós að asinn á ákæruvaldinu var slíkur að ríkissaksóknari mundi hreinlega ekki að einn þingvörður, sem fyrir áverkum varð, er mágkona hans. Talandi um vandræðalegar fermingarveislur! Það væri gaman að vera fluga á vegg þegar hann útskýrir gleymsku sína í næsta fjölskylduboði. Eh, ja, jú sjáðu til… þessu var bara alveg stolið úr mér. Asinn og ákefðin í því að kæra fólkið fyrir þetta brot vekur ýmsar spurningar. Refsing við brotinu, verði sakfellt, er lágmark eitt ár í fangelsi en getur „orðið ævilangt fangelsi ef sakir eru mjög miklar". Mjög miklar? Voru ópin og átökin mjög miklar sakir? Eða bara smá og kalla bara á fangelsi í eitt ár? Dómstólar landsins eiga að vera algerlega sjálfstæðir og dæma eftir þeim lögum sem fyrir liggja. Þeir geta ekki látið sviptivinda almennrar umræðu hafa áhrif á sig, þeirra úrskurðir verða að standa traustum fótum á lagabókstaf. Ákæruvaldið hins vegar hefur val. Það er í höndum þess hverju sinni að ákveða hvort er kært og þá eftir hvaða lögum. Og nú valdi ákæruvaldið að senda þau skilaboð að mótmælendur hafi ógnað sjálfstæði Alþingis. Hverjum eru skilaboðin ætluð? Er verið að reyna að koma í veg fyrir frekari mótmæli? Er kannski um síðbúna hefnd kerfisins gegn hreyfingu sem hristi undirstöður þess að ræða? Spyr sá sem ekki veit. heimskulegri ákvörðun en þessi er hins vegar vandfundin. Hana tók fólk sem er ekki í neinu sambandi við þjóðina sem það tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Á dögunum bárust af því fregnir að ákæruvaldið hefði tekið sig til og kært níu mótmælendur sem ruddust inn á palla Alþingis. Fólkið hafði frammi háreysti og pústrar urðu. Þá var bitið í fingur og gott ef ekki eitt stykki herðablað. Sem sagt, átök urðu og í framhaldi var kært. Allt of algengt í miðbænum, en að þessu sinni var líkamsárás ekki kærð heldur það að ráðast að Alþingi „svo að því eða sjálfstæði þess sé hætta búin", líkt og segir í hegningarlögunum. Jahá. Sjálfstæði Alþingis, eða því sjálfu, var nefnilega hætta búin við að níu mótmælendur vildu fara á áhorfendapalla og gera hróp að alþingismönnum. Nú hefur löngum verið kvartað yfir því að sjálfstæði Alþingis sé ónógt, ekki síst gagnvart framkvæmdarvaldinu. Að það hengi á svo þunnum bláþræði að óp úr níu börkum gætu slitið hann eru hins vegar nýjar fregnir. Síðar kom í ljós að asinn á ákæruvaldinu var slíkur að ríkissaksóknari mundi hreinlega ekki að einn þingvörður, sem fyrir áverkum varð, er mágkona hans. Talandi um vandræðalegar fermingarveislur! Það væri gaman að vera fluga á vegg þegar hann útskýrir gleymsku sína í næsta fjölskylduboði. Eh, ja, jú sjáðu til… þessu var bara alveg stolið úr mér. Asinn og ákefðin í því að kæra fólkið fyrir þetta brot vekur ýmsar spurningar. Refsing við brotinu, verði sakfellt, er lágmark eitt ár í fangelsi en getur „orðið ævilangt fangelsi ef sakir eru mjög miklar". Mjög miklar? Voru ópin og átökin mjög miklar sakir? Eða bara smá og kalla bara á fangelsi í eitt ár? Dómstólar landsins eiga að vera algerlega sjálfstæðir og dæma eftir þeim lögum sem fyrir liggja. Þeir geta ekki látið sviptivinda almennrar umræðu hafa áhrif á sig, þeirra úrskurðir verða að standa traustum fótum á lagabókstaf. Ákæruvaldið hins vegar hefur val. Það er í höndum þess hverju sinni að ákveða hvort er kært og þá eftir hvaða lögum. Og nú valdi ákæruvaldið að senda þau skilaboð að mótmælendur hafi ógnað sjálfstæði Alþingis. Hverjum eru skilaboðin ætluð? Er verið að reyna að koma í veg fyrir frekari mótmæli? Er kannski um síðbúna hefnd kerfisins gegn hreyfingu sem hristi undirstöður þess að ræða? Spyr sá sem ekki veit. heimskulegri ákvörðun en þessi er hins vegar vandfundin. Hana tók fólk sem er ekki í neinu sambandi við þjóðina sem það tilheyrir.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun