Handbolti

Sigfús mættur til Patreks í Emsdetten - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigfús Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson.
Sigfús Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson.
Sigfús Sigurðsson er kominn til Emsdetten þar sem hann ætlar að hjálpa vini sínum Patreki Jóhannessyni í þýsku b-deildinni. Patrekur þjálfar lið TV Emsdetten en lenti í því á dögunum að missa tvo leikmenn í meiðsli.

Sigfús svaraði kalli fyrrum landsliðsfélaga síns og ætlar að spila með Emsdetten-liðinu næstu sex vikurnar í það minnsta. Sigfús er mættur til Þýskalands og það má sjá skemmtilegt myndband með þeim félögum með því að smella hér.

Patrekur og Sigfús eru báðir í viðtali í þessu myndbandi en menn verða þó að kunna eitthvað í þýsku til að skilja það sem kapparnir eru að segja.

Það er mikill áhugi fyrir komu Sigfúsar í Emsdetten og það hafa yfir 2000 miðar þegar selst á fyrsta leikinn hans sem verður toppslagur á móti Minden á laugardaginn kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×