Handbolti

Löwen vill fá Alilovic í markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mirko Alilovic.
Mirko Alilovic.

Markvarðaleit Rhein-Neckar Löwen heldur áfram en í gær varð ljóst að Silvio Heinevetter myndi ekki koma til félagsins frá Fuchse Berlin. Heinevetter vildi meiri pening en Jesper Nielsen, eigandi Löwen, var til í að greiða.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, og félagar hafa nú beint spjótum sínum að króatíska markverðinum  Mirko Alilovic sem spilar með Celje Lasko.

Alilovic er sagður vilja fara frá Celje þar sem Noka Serdarusic er hættur að þjálfa liðið.

Ástæðan fyrir markvarðaleit Löwen er sú að pólski markvörðurinn Slawomir Szmal er á förum næsta sumar til Kielce í heimalandinu. Þá stendur félagið uppi með Henning Fritz og þarf annan markvörð með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×