Webber gagnrýndur vegna óhapps 28. júní 2010 16:41 Mark Webber svarar spurningum fréttamanna eftir óhappið í gær. Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast. Webber segir að Kovalainen hefði átt að huga að því að hann hafi verið á fimm sekúndum hægari bíl. Það hefði verið óþarfi fyrir hann að verja stöðu sína. Báðir voru á um 300 km hraða þegar óhappið varð. "Þetta hefði aldrei þurft að gerast. Ég veit að Formúla 1 er ekki góðgerðar viðburður, en hve lengi ætlaði Heikki að verjast? Í fimmtán sekúndur", sagði Webber á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hann vildi meina að Lotus bíllinn væri 5 sekúndum hægari í hring og tilgangslaust að reyna verjast mun hraðskreiðari bíl, hans eigin. Hann taldi að Kovalainen hefði bremsað mun fyrr, en hann hafði gert í hringnum á undan. Mike Gascoyne hjá Lotus, liði Kovalainen var ekki á sama máli og Ástralinn. "Heikki átti rétt á að verjast, hann var á undan. Mér er sama hver keppinauturinn er, það eru engin A og B lið í Formúlu 1", sagði Gascoyne. "Ef menn eru á undan, þá geta þeir varist. Ef hann hefði varist í 40 hringi, þá hefði það verið frábært. Ef við hefðum skemmt fyrir þeim, þá það." "Á Force India ökumaður að hleypa McLaren framúr af því sá bíll er fljótari? Er þetta ekki kappkstur? Þa var í raun Webber sem var að flýta sér og keyrði aftan á í beinni línu og hemlaði. Þarf eitthað að spyrja hver á sökina?", sagði Gascoyne.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira