Viðskipti innlent

Allt að 111% verðmunur á dekkjaskiptingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allt að 6.590 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu samkvæmt nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á 35 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um land á mánudaginn. KvikkFix í Kópavogi var oftast með lægsta verðið í könnunni.

Mestur verðmunur var á þjónustu við dekkjaskipti á 18" jeppadekkjum. Slík þjónusta kostaði 5.950 krónur hjá KvikkFix í Kópavogi en 12.540 krónur hjá Sólningu í Kópavogi. Munurinn er 6.590 krónur eða 111%.

Minnstur verðmunur var á þjónustu við dekkjaskipti á 15" stálfelgum undir smábíl. Þjónustan var ódýrust hjá KvikkFix í Kópavogi, þar sem hún kostaði 4.650 kónur, en dýrust hjá umboðsaðila Toyota á Selfossi, þar sem hún kostaði 6.990 krónur. Munurinn er 50% eða 2.340 krónur.

Ef skoðað er verð á þjónustu fyrir meðalbíl á 16" álfelgum var lægsta verðið 4.650 kr. hjá KvikkFix í Kópavogi en það hæsta 8.150 krónur hjá Klett (Heklu) í Reykjavík. Verðmunurinn er 3.500 kr eða 75%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×