Viðskipti innlent

Ísland dottið niður í 8. sæti þjóða í gjaldþrotahættu

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka. Er Ísland nú dottið niður í 8. sæti á lista þeirra tíu þjóða sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Ísland hefur lengst af vermt 5. sætið á þessum lista frá hruninu haustið 2008.

 

Samkvæmt daglegu fréttabréfi CMA gagnaveitunnar stendur skuldatryggingaálagið á Ísland nú í 514 punktum eftir myndarlegar lækkanir frá því í síðustu viku. Er þetta 10 punkta lækkun eða tæp 2% frá því í gær.

 

Það kemur jafnframt fram í fréttabréfinu að Íslandi er í hópi þeirra fjögurra þjóða þar sem álagið lækkar mest hjá milli daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×