Viðskipti innlent

Krónan er í styrkingarfasa

Frá áramótum hefur gengisvísitalan lækkað um 1,14% og krónan því styrkts sem því nemur. Frá því hún var hvað veikust, um miðjan nóvember er styrkingin nálægt 4%. Sé litið til tæknigreiningar þá er krónan í styrkingarfasa. Það sem vekur sérstaka athygli er að 100 daga hlaupandi meðaltal er orðið niðurhallandi. Slíkt staða hefur ekki verið uppi síðan um mitt ár 2007 eða töluvert fyrir hrun.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að krónan styrktist í síðustu viku og lækkaði gengisvísitalan um 0,66% samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðlabankans og endaði í 230,15 stigum. Þróun einstakra gjaldmiðla var mjög misjöfn, dollar lækkaði um 0,19% í verði gagnavart krónu, evra 0,66% og pund 1,67%.

Japanskt jen gaf hins vegar verulega eftir og lækkaði um 2,36% í verði gagnvart krónu. Af helstu gjaldmiðlum þá var það einungis kanada dalur og sænsk króna sem hækkuð í verði gagnvart íslensku krónunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×