Hókípókí-vinnubrögð við útboð á borun á Vaðlaheiði 15. nóvember 2010 06:00 Rannsóknarholurnar eru boraðar til að undirbúa Vaðlaheiðargöng. Verkið er langt komið.Fréttablaðið / KK Ræktunarsamband Flóa og Skeiða (RSFS) borar nú rannsóknarholur á Vaðlaheiði þrátt fyrir að hafa ekki mátt bjóða í verkið vegna þess að það er í greiðslustöðvun. Sambandið fór bakleið að verkinu, sem undirverktaki nátengds fyrirtækis. Vegamálastjóri segir þetta skrítið en þó löglegt. RSFS bauð lægst í verkið en kom ekki til greina vegna greiðslustöðvunarinnar. Næstlægsta boðið, 40 milljónir, var frá Geotækni ehf., fyrirtæki með þrjá starfsmenn sem skráð er með sama heimilisfang og RSFS. Framkvæmdastjóri Geotækni er verkefnisstjóri í jarðvinnudeild RSFS. Geotækni fékk verkið. Friðfinnur K. Daníelsson, forstjóri þriðja bjóðandans, Alvarrs ehf., var ósáttur við þetta og sendi Vegagerðinni bréf þar sem hann viðraði þá skoðun sína að Geotækni væri lítið annað en leppur RSFS. Hann spurði jafnframt um reynslu Geotækni af jarðborunum og hvaða mannskap og búnað þeir hygðust nota. Í svari til hans kemur fram að RSFS verði undirverktaki Geotækni í verkinu „og er vísað til þess fyrirtækis um tækjabúnað, tæknilega reynslu, og reynslu starfsmanna þess sem áætlað er að vinna muni verkið“. „Mér finnst þetta alveg vitaótækt með öllu,“ segir Friðfinnur. „Þetta er hókípókí-aðferð til að koma sér fram hjá hindrunum sem Vegagerðin leggur fyrir menn. Þetta eru bara hundakúnstir sem eiga ekki að líðast í viðskiptum.“ Menn séu í örvæntingu að fara á svig við anda laganna, sem sé bara hægt vegna þess að lögin séu götótt. Friðfinnur bendir á að ef verkið hefði kostað 50 milljónir eða meira hefði það flokkast sem stórt verk, aðrar reglur hefðu gilt og fyrirkomulagið ekki fengist samþykkt. Friðfinnur hefur síðan fundað með vegamálastjóra og samgönguráðherra vegna málsins. „Mér fannst líka fyrst að þetta væri eitthvað skrítið en okkar lögfræðingar fóru fram og aftur yfir þetta með tilliti til þess hvernig Geotækni tengist Ræktunarsambandinu og þeirra fjárhagsstöðu og niðurstaðan var sú að það væri ekki hægt að ganga fram hjá Geotækni,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Samkvæmt útboðsgögnum megi verktakar vera með undirverktaka og engin krafa sé um að þeir séu ekki í greiðslustöðvun. Spurður hvort þetta sé ekki gloppa í lögunum segir Hreinn vel geta verið að úr þessu þurfi að bæta. „En við verðum bara að fylgja þeim lögum sem gilda, þó að manni finnist þau stundum svolítið skrítin.“ stigur@frettabladid.is Friðfinnur K. Daníelsson Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða (RSFS) borar nú rannsóknarholur á Vaðlaheiði þrátt fyrir að hafa ekki mátt bjóða í verkið vegna þess að það er í greiðslustöðvun. Sambandið fór bakleið að verkinu, sem undirverktaki nátengds fyrirtækis. Vegamálastjóri segir þetta skrítið en þó löglegt. RSFS bauð lægst í verkið en kom ekki til greina vegna greiðslustöðvunarinnar. Næstlægsta boðið, 40 milljónir, var frá Geotækni ehf., fyrirtæki með þrjá starfsmenn sem skráð er með sama heimilisfang og RSFS. Framkvæmdastjóri Geotækni er verkefnisstjóri í jarðvinnudeild RSFS. Geotækni fékk verkið. Friðfinnur K. Daníelsson, forstjóri þriðja bjóðandans, Alvarrs ehf., var ósáttur við þetta og sendi Vegagerðinni bréf þar sem hann viðraði þá skoðun sína að Geotækni væri lítið annað en leppur RSFS. Hann spurði jafnframt um reynslu Geotækni af jarðborunum og hvaða mannskap og búnað þeir hygðust nota. Í svari til hans kemur fram að RSFS verði undirverktaki Geotækni í verkinu „og er vísað til þess fyrirtækis um tækjabúnað, tæknilega reynslu, og reynslu starfsmanna þess sem áætlað er að vinna muni verkið“. „Mér finnst þetta alveg vitaótækt með öllu,“ segir Friðfinnur. „Þetta er hókípókí-aðferð til að koma sér fram hjá hindrunum sem Vegagerðin leggur fyrir menn. Þetta eru bara hundakúnstir sem eiga ekki að líðast í viðskiptum.“ Menn séu í örvæntingu að fara á svig við anda laganna, sem sé bara hægt vegna þess að lögin séu götótt. Friðfinnur bendir á að ef verkið hefði kostað 50 milljónir eða meira hefði það flokkast sem stórt verk, aðrar reglur hefðu gilt og fyrirkomulagið ekki fengist samþykkt. Friðfinnur hefur síðan fundað með vegamálastjóra og samgönguráðherra vegna málsins. „Mér fannst líka fyrst að þetta væri eitthvað skrítið en okkar lögfræðingar fóru fram og aftur yfir þetta með tilliti til þess hvernig Geotækni tengist Ræktunarsambandinu og þeirra fjárhagsstöðu og niðurstaðan var sú að það væri ekki hægt að ganga fram hjá Geotækni,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Samkvæmt útboðsgögnum megi verktakar vera með undirverktaka og engin krafa sé um að þeir séu ekki í greiðslustöðvun. Spurður hvort þetta sé ekki gloppa í lögunum segir Hreinn vel geta verið að úr þessu þurfi að bæta. „En við verðum bara að fylgja þeim lögum sem gilda, þó að manni finnist þau stundum svolítið skrítin.“ stigur@frettabladid.is Friðfinnur K. Daníelsson
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira