Mikilvægt fyrir Ferrari að sigra fljótlega 7. júlí 2010 13:07 Stefano Domenicali með ökumenn sína sér við hlið, þá Fernando Alonso og Felipe Massa þegar Ferrari fagnaði 800 mótinu í Formúlu 1 í Istanbúl. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira