Eigendur Eik Banki meðal stærstu skuldara bankans 12. október 2010 07:52 Í ljós er komið að eigendur Eik banki í Færeyjum eru í hópi stærstu skuldara bankans. Jafnframt er ljóst að þessar skuldir þarf að afskrifa að fullu. Í frétt í viðskiptablaðinu Börsen segir að skuldin í heild nemi rúmum 400 milljónum danskra kr. eða hátt í níu milljörðum kr. Það er Eik Grunnurinn, sjóður stofnfjáreigenda í Eik Banki, sem skuldar bankanum þessa fjárhæð og er um að ræða lán til eigendanna til kaupa á hlutum í bankanum með veði í hlutunum. Hlutirnir voru svo lagðir inn í bankann sem eigið fé hans. Þarna er á ferðinni þekkt viðskiptalíkan úr íslensku fjármálalífi fyrir hrunið haustið 2008. Odd Bjellvåg nýr stjórnarformaður Eik Banki segir að ekki sé hægt að greiða þessa skuld þar sem veðin að baki henni séu orðin verðlaus. „Ég veit ekki í augnablikinu hvort hægt sé að semja um skuldina en það er dagljóst að sjóðurinn er gjaldþrota," segir Bjellvåg. Á árinu 2005 skuldaði Eik Grunnurinn 27 milljónir danskra kr. Þessar skuldir blésu svo upp í 412 milljónir danskra kr. við lok árs í fyrra. Auk þess eru „aðrar skuldir" upp á 54 milljónir danskra kr. til staðar í sjóðnum. Nær allt þetta fé hefur verið fengið að láni hjá Eik Banki. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í ljós er komið að eigendur Eik banki í Færeyjum eru í hópi stærstu skuldara bankans. Jafnframt er ljóst að þessar skuldir þarf að afskrifa að fullu. Í frétt í viðskiptablaðinu Börsen segir að skuldin í heild nemi rúmum 400 milljónum danskra kr. eða hátt í níu milljörðum kr. Það er Eik Grunnurinn, sjóður stofnfjáreigenda í Eik Banki, sem skuldar bankanum þessa fjárhæð og er um að ræða lán til eigendanna til kaupa á hlutum í bankanum með veði í hlutunum. Hlutirnir voru svo lagðir inn í bankann sem eigið fé hans. Þarna er á ferðinni þekkt viðskiptalíkan úr íslensku fjármálalífi fyrir hrunið haustið 2008. Odd Bjellvåg nýr stjórnarformaður Eik Banki segir að ekki sé hægt að greiða þessa skuld þar sem veðin að baki henni séu orðin verðlaus. „Ég veit ekki í augnablikinu hvort hægt sé að semja um skuldina en það er dagljóst að sjóðurinn er gjaldþrota," segir Bjellvåg. Á árinu 2005 skuldaði Eik Grunnurinn 27 milljónir danskra kr. Þessar skuldir blésu svo upp í 412 milljónir danskra kr. við lok árs í fyrra. Auk þess eru „aðrar skuldir" upp á 54 milljónir danskra kr. til staðar í sjóðnum. Nær allt þetta fé hefur verið fengið að láni hjá Eik Banki.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira