Viðskipti innlent

Gulleggið: Álfavala, ljóshanski, ruggari og streitustjóri

Búið er að opinbera hluta úr öllum hugmyndum sem tóku þátt í gullegginu 2010. Þar kennir margra grasa og má sem dæmi nefna Álfavölu, ljóshanska, ruggara og streitustjóra. Hægt er að nálgast þessar hugmyndir á vefsíðu innovit.is.

Hér eru nokkrar af hugmyndunum, en fyrst fylgir textinn með Álfavölunni:

„Við viljum búa til lýsandi „steinvölu" úr gleri og kalla hana Álfavölu. Hún er þeirrar náttúru að ef hún er tekin í lófa sér, kviknar í henni ljós og um leið verður hún „virk sem óskasteinn." Lögun og stærð völunnar getur verði með ýmsum hætti, t.d. sporöskjulaga, 5-6 cm að lengd og 3-4 cm á þykkt, hæfilega stór til að rúmast í lófa. Hægt er að hugsa sér stærri eða minni útgáfur af slíkum hlut og velja ljósstyrk við hæfi. Lýsandi spákonukúla er þá einn hugsanlegur möguleiki þegar fram í sækir."

Númer tvö er ljóshanskinn: „Hver er ekki þreyttur á að þurfa að halda á vasaljósi í annar og verkfærum í hinni en maður þarf helst að nota báðar hendurnar í það sem þú ert að gera en þú samt sem áður verður að sjá það með ljósinu? Þessvegna datt mér í hus Ljóshanskinn, hanski sem er með nokkrum díóðum á 2-3 puttum sem lýsa vel upp hvað þú ert að gera, þannig geturu verið í þannig á annaðhvort einni eða báðum höndum og notað þá báðar hendur í að vinna verkið og sérð það vel með díóðunum. Díóðurnar mundu bara ganga fyrir litlum batteríum sem eru settar á þægilegann stað í hanskann."

Númer þrjú er ruggarinn: „Ruggarinn/Töfrasprotinn Ruggarinn er lítið tæki/armur sem festur er á barnavagna annarsvegar og á handriði eða þartilgerðan flöt á móti. Ruggarinn hefur nokkrar hraðastillingar en hann er hugsaður sem tæki til að rugga börnum í svefn."

Og að lokum er það streitustjórinn: „Streitustjórinn er nýjung í streituvörnum þar sem blandað er saman þekkingu á geðheilbrigði og forvörnum við nýjustu tölvutækni. Streitustjórinn býr yfir þekkingu á streituvöldum, persónuþáttum og viðbrögðum eiganda síns og leiðbeinir honum í streituvörnum og lífstílsbreytingum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×