Viðskipti innlent

Rússland vaxandi markaður fyrir ferðaþjónustuna

Skipuleggjendur Íslendsferða í Rússlandi sinna einkum efnaðasta og um leið kröfuharðasta hópi rússneskra ferðamanna. Áhugi þeirra á Íslandsferðum fer vaxandi og nemur fjöldi þeirra nú um þúsund manns á ári og fer vaxandi.

Þetta kemur fram í stiklur.is vefriti utanríkisráðuneytisins. Þar segir að á þriðja tug fulltrúa íslenskrar ferðaþjónstu og rússneskra ferðaskipuleggjenda, sem vinna að móttöku rússneskra ferðamanna á Íslandi sóttu á dögunum ferðakaupstefnu í Moskvu og sátu kynningarfund um rússneskan ferðamarkað í sendiráði Íslands í Moskvu. Að loknum kynningarfundi þáðu gestirnir boð sendiherra Íslands.

Kynnisferðin og markaðsátakið var skipulagt af Þorleifi Þór Jónssyni, forstöðumanni nýrra markaða hjá Útflutningsráði í samvinnu við söluskrifstofu Icelandair í Finnlandi og TravelMedia, helsta útgefanda ferðamálarita í Rússlandi. Íslensku fulltrúarnir á kaupstefnunni hittu fjölmarga rússneska blaða- og fréttamenn, sem sýnt hafa landi og þjóð áhuga.

Á meðfylgjandi mynd má sjá seljendur Íslandsferða og samstarfsfólk þeirra á kynningarfundi í Moskvu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×