Viðskipti innlent

Fjórar hópuppsagnir í janúar, 60 misstu vinnuna

Vinnumálastofnun bárust 4 hópuppsagnir í janúarmánuði þar sem sagt var upp 60 manns. Um er að ræða fyrirtæki í mannvirkjagerð og upplýsinga- og útgáfustarfsemi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að ástæður uppsagnanna eru verkefnaskortur, endurskipulagning, rekstrarerfiðleikar og minni fjárframlög til opinbers rekstrar.

Þessar hópuppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu febrúar til júlí 2010, flestar í apríl. Flestar uppsagnanna eru á höfuðborgarsvæðinu.

Alls bárust Vinnumálastofnun tilkynningar um uppsagnir 1.789 manns á árinu 2009 í hópuppsögnum.

Mestur var fjöldinn í mannvirkjagerð (42%) og svo fjármálastarfsemi (18%), en einnig í iðnaði (12%) og flutningastarfsemi (9%).












Fleiri fréttir

Sjá meira


×