Fjallað er um málið á vefsíðunni epn.dk. Þar segir að í júlí hafi afgangur af vöruskiptunum numið 10,6 milljörðum danskra kr. eða um 214 milljarðar kr. Þetta er mesti afgangur í einum mánuði í sögu Danmerkur.
Samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni nam afgangur af vöruskiptum landsins 46,2 milljörum danskra kr. á fyrstu sjö mánuðum landsins. Til samanburðar nam upphæðin 16,8 milljörðum danskra kr. á sama tímabili í fyrra.
Tore Damgaard Stramer aðalhagfræðingur Danske Bank segir að þessi þróun sé mjög jákvæð og sýni að danskt atvinnulíf sé enn samkeppnishæft.