Buguðu foreldrarnir Anna Margrét Björnsson skrifar 23. mars 2010 06:00 Um daginn var frétt í þessu ágæta blaði um konu sem var gífurlega ósátt við að komast ekki með níu mánaða barn sitt á háværa teknóglaða Latabæjarhátíð nema að borga miðann fullu verði. Þessi frétt leiddi huga minn að þeirri algengu tilhneigingu íslenskra foreldra til að fara með kornung börn út um allar trissur vegna einhvers konar skandinavískrar hippafílósófíu þar sem börnin eiga að ráða öllu. Þessi tilhneiging er stundum einkar óviðeigandi og bæði tillitslaus við stórt fólk og smátt. Látið börnin koma til mín sagði Jesús. Síðast þegar ég var við messu að hlusta á kórsöng lítillar dóttur minnar hlupu börn á milli sætaraða, skriðu niður altarisganginn þar sem þau hófust handa við að borða bland í poka og rífa pappír utan af brjóstsykri og dreifa honum um allar trissur. Auk þessa skríktu þau, æptu og grétu á milli þess sem þau kröfðu foreldra sína um meira nammi háum rómi. Foreldrarnir hummuðu alfarið af sér háreystið í kirkjunni. Þeim þótti það mjög eðlilegt að tveggja ára gamalt barn þeirra lægi kylliflatt á miðjum kirkjuganginum og fleygði pappír upp í loftið eða að átta ára sonur væri að nota kirkjubekkina sem klifurgrind. Og smábarnið sem grét allan tímann hafði ábyggilega ekkert gaman af því að hanga í kirkju í klukkutíma. þessir foreldrar af Einars Áskels-kynslóðinni hvísla í mesta lagi með afsökunaraugnaráði: „Nei, elskan, ekki hafa alveg svona hátt." Að öðru leyti virðist það fara gersamlega framhjá þeim að hegðun barna þeirra er eins og síða sem rifnaði úr Flugnahöfðingjanum. Og þarna í guðshúsinu var ég komin með gífurlegt samviskubit gagnvart almættinu að vera í alvörunni að láta það fara í taugarnar á mér að óþekk börn og sinnulausir foreldrar væru að eyðileggja kyrrláta og fallega stund fyrir öllum hinum. Bugaðir, þreyttir og undirgefnir foreldrar verða oft á vegi mínum á rölti um bæinn. Foreldrar sem láta börnin sín hreyta í sig ókvæðisorðum eða taka frekjuköst á almannafæri án þess að þeir hafist neitt að. Ég hef líka verið í matarboðum hjá slíkum foreldrum þegar pínulitlir pollar eða stúlkur neita að fara að sofa og eyða kvöldinu skríðandi um gólfin eða öskrandi í indjánaleik að drekka gos og borða nammi vegna þess að pabbi þeirra og mamma hreinlega þora ekki að kljást við átökin sem fylgja því að koma þeim í rúmið. Er þetta virkilega margrómað samviskubit sívinnandi foreldra sem orsakar svona uppeldi eða hætti fólk bara hreinlega að nenna þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun
Um daginn var frétt í þessu ágæta blaði um konu sem var gífurlega ósátt við að komast ekki með níu mánaða barn sitt á háværa teknóglaða Latabæjarhátíð nema að borga miðann fullu verði. Þessi frétt leiddi huga minn að þeirri algengu tilhneigingu íslenskra foreldra til að fara með kornung börn út um allar trissur vegna einhvers konar skandinavískrar hippafílósófíu þar sem börnin eiga að ráða öllu. Þessi tilhneiging er stundum einkar óviðeigandi og bæði tillitslaus við stórt fólk og smátt. Látið börnin koma til mín sagði Jesús. Síðast þegar ég var við messu að hlusta á kórsöng lítillar dóttur minnar hlupu börn á milli sætaraða, skriðu niður altarisganginn þar sem þau hófust handa við að borða bland í poka og rífa pappír utan af brjóstsykri og dreifa honum um allar trissur. Auk þessa skríktu þau, æptu og grétu á milli þess sem þau kröfðu foreldra sína um meira nammi háum rómi. Foreldrarnir hummuðu alfarið af sér háreystið í kirkjunni. Þeim þótti það mjög eðlilegt að tveggja ára gamalt barn þeirra lægi kylliflatt á miðjum kirkjuganginum og fleygði pappír upp í loftið eða að átta ára sonur væri að nota kirkjubekkina sem klifurgrind. Og smábarnið sem grét allan tímann hafði ábyggilega ekkert gaman af því að hanga í kirkju í klukkutíma. þessir foreldrar af Einars Áskels-kynslóðinni hvísla í mesta lagi með afsökunaraugnaráði: „Nei, elskan, ekki hafa alveg svona hátt." Að öðru leyti virðist það fara gersamlega framhjá þeim að hegðun barna þeirra er eins og síða sem rifnaði úr Flugnahöfðingjanum. Og þarna í guðshúsinu var ég komin með gífurlegt samviskubit gagnvart almættinu að vera í alvörunni að láta það fara í taugarnar á mér að óþekk börn og sinnulausir foreldrar væru að eyðileggja kyrrláta og fallega stund fyrir öllum hinum. Bugaðir, þreyttir og undirgefnir foreldrar verða oft á vegi mínum á rölti um bæinn. Foreldrar sem láta börnin sín hreyta í sig ókvæðisorðum eða taka frekjuköst á almannafæri án þess að þeir hafist neitt að. Ég hef líka verið í matarboðum hjá slíkum foreldrum þegar pínulitlir pollar eða stúlkur neita að fara að sofa og eyða kvöldinu skríðandi um gólfin eða öskrandi í indjánaleik að drekka gos og borða nammi vegna þess að pabbi þeirra og mamma hreinlega þora ekki að kljást við átökin sem fylgja því að koma þeim í rúmið. Er þetta virkilega margrómað samviskubit sívinnandi foreldra sem orsakar svona uppeldi eða hætti fólk bara hreinlega að nenna þessu?
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun