Viðskipti innlent

Helga Valfells ráðin framkvæmdastjóri

Helga Valfells.
Helga Valfells.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Helgu Valfells, fyrrverandi aðstoðarmann Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Hún tekur við af Finnboga Jónssyni sem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.

Alls bárust 56 umsóknir um starfið en Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu. Helga Valfells mun taka við starfi framkvæmdastjóra frá og með 20. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×