Ræddu viðvörun um alvarlega ógnun við fjármálakrefið 1. apríl 2010 07:40 Á síðasta fundi Peningastefnunefndar Seðlabankans ræddi hluti nefndarinnar þann möguleika að nefndin ætti í samræmi við 24. grein laga um Seðlabanka Íslands að gefa út viðvörun um alvarlega ógnun við fjármálakerfið. Höfðu nefndarmennirnir áhyggjur af vaxandi líkum á að langvarandi töf yrði á því að aðgangur fengist að erlendu fjármagni vegna frestunar á annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar af fundinum þar sem ákveðið var að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í fundargerðinni segir að langvarandi töf af þessu tagi kynni að valda því að gjaldeyrisforði yrði hættulega lítill eftir stórar afborganir af skuldum ríkissjóðs árin 2011 og 2012, sem gæti þar af leiðandi grafið undan lánstrausti og gengi krónunnar. Nefndin ákvað að enn væri ótímabært að gefa út slíka viðvörun. Hún ákvað jafnframt að kanna málið frekar og fara yfir endurskoðaðar spár um greiðslujöfnuð á næsta fundi sínum í maí. Líkt og áður voru nefndarmenn sammála um að staðan og horfur í þjóðarbúskapnum og takmarkaður verðbólguþrýstingur kölluðu á lægri vexti, en að hækkað skuldatryggingarálag og neikvæðar horfur í sambandi við lánshæfismat sem tengdust óvissu um aðgang Íslands að erlendum fjármálamörkuðum gæfu tilefni til þess að beitt yrði tiltölulega mikilli varkárni að þessu sinni vegna mögulegs neikvæðs þrýstings á gengi krónunnar. Um vaxtaákvörðunina segir í fundargerðinni: „Nefndarmenn ræddu þann möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka vexti bankans um allt að 1,5 prósentur. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu lækkaðir um 0,5 prósentur. Þetta fæli í sér að vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana og hámarksvextir innstæðubréfa lækkuðu í 7,5% og 8,75% hvorir um sig, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9,0% og daglánavextir í 10,5%. Enda þótt þrír nefndarmenn hefðu kosið að niðurstaðan yrði önnur voru þeir allir þeirrar skoðunar að munurinn væri það lítill að þeir gætu fallist á tillögu seðlabankastjóra. Af þeim þremur nefndarmönnum sem viðruðu aðrar hugmyndir, hefði einn viljað 1 prósentu vaxtalækkun og hélt því fram að meiri lækkun mundi styðja við endurskipulagningu efnahagsreikninga heimilanna með því að færa tekjur frá lánveitendum til skuldara og myndi því hjálpa til við að vinna á móti afleiðingum af núverandi aðhaldi í ríkisfjármálum. Hinir tveir nefndarmennirnir hefðu viljað að tekið yrði smærra skref og vildi annar hafa vexti óbreytta en hinn vildi 0,25 prósentna lækkun. Báðir lögðu til að farið yrði með gát og lýstu yfir áhyggjum af verðbólguhorfum næstu mánuði. Líkt og áður voru nefndarmenn sammála um að héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist og verðbólga hjaðnaði eins og spáð hefði verið, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar. Þrátt fyrir þetta ítrekuðu nefndarmenn að svigrúm peningastefnunefndarinnar til vaxtalækkunar yrði takmarkað á meðan veruleg óvissa ríkti um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nefndin lýsti sig ennfremur reiðubúna til að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt væri með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið." Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Á síðasta fundi Peningastefnunefndar Seðlabankans ræddi hluti nefndarinnar þann möguleika að nefndin ætti í samræmi við 24. grein laga um Seðlabanka Íslands að gefa út viðvörun um alvarlega ógnun við fjármálakerfið. Höfðu nefndarmennirnir áhyggjur af vaxandi líkum á að langvarandi töf yrði á því að aðgangur fengist að erlendu fjármagni vegna frestunar á annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar af fundinum þar sem ákveðið var að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Í fundargerðinni segir að langvarandi töf af þessu tagi kynni að valda því að gjaldeyrisforði yrði hættulega lítill eftir stórar afborganir af skuldum ríkissjóðs árin 2011 og 2012, sem gæti þar af leiðandi grafið undan lánstrausti og gengi krónunnar. Nefndin ákvað að enn væri ótímabært að gefa út slíka viðvörun. Hún ákvað jafnframt að kanna málið frekar og fara yfir endurskoðaðar spár um greiðslujöfnuð á næsta fundi sínum í maí. Líkt og áður voru nefndarmenn sammála um að staðan og horfur í þjóðarbúskapnum og takmarkaður verðbólguþrýstingur kölluðu á lægri vexti, en að hækkað skuldatryggingarálag og neikvæðar horfur í sambandi við lánshæfismat sem tengdust óvissu um aðgang Íslands að erlendum fjármálamörkuðum gæfu tilefni til þess að beitt yrði tiltölulega mikilli varkárni að þessu sinni vegna mögulegs neikvæðs þrýstings á gengi krónunnar. Um vaxtaákvörðunina segir í fundargerðinni: „Nefndarmenn ræddu þann möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka vexti bankans um allt að 1,5 prósentur. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu lækkaðir um 0,5 prósentur. Þetta fæli í sér að vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana og hámarksvextir innstæðubréfa lækkuðu í 7,5% og 8,75% hvorir um sig, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9,0% og daglánavextir í 10,5%. Enda þótt þrír nefndarmenn hefðu kosið að niðurstaðan yrði önnur voru þeir allir þeirrar skoðunar að munurinn væri það lítill að þeir gætu fallist á tillögu seðlabankastjóra. Af þeim þremur nefndarmönnum sem viðruðu aðrar hugmyndir, hefði einn viljað 1 prósentu vaxtalækkun og hélt því fram að meiri lækkun mundi styðja við endurskipulagningu efnahagsreikninga heimilanna með því að færa tekjur frá lánveitendum til skuldara og myndi því hjálpa til við að vinna á móti afleiðingum af núverandi aðhaldi í ríkisfjármálum. Hinir tveir nefndarmennirnir hefðu viljað að tekið yrði smærra skref og vildi annar hafa vexti óbreytta en hinn vildi 0,25 prósentna lækkun. Báðir lögðu til að farið yrði með gát og lýstu yfir áhyggjum af verðbólguhorfum næstu mánuði. Líkt og áður voru nefndarmenn sammála um að héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist og verðbólga hjaðnaði eins og spáð hefði verið, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar. Þrátt fyrir þetta ítrekuðu nefndarmenn að svigrúm peningastefnunefndarinnar til vaxtalækkunar yrði takmarkað á meðan veruleg óvissa ríkti um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nefndin lýsti sig ennfremur reiðubúna til að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt væri með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið."
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira