Viðskipti innlent

Vilmundur gefur áfram kost á sér sem formaður SA

Formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), Vilmundur Jósefsson, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður SA.

Kosning formanns fer fram með rafrænum hætti meðal aðildarfyrirtækja SA í aðdraganda aðalfundar samtakanna sem fer fram 21. apríl 2010 á Hótel Nordica - á síðasta degi vetrar.

Í frétt um málið á vefsíðu SA segir að yfirskrift fundarins og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 14 en opin dagskrá hefst kl. 15 og stendur til kl. 16:30 þegar atvinnulífið kveður veturinn 2009-2010 og fagnar sumri.

Vilmundur Jósefsson er hagfræðingur frá H.Í. og framkvæmdastjóri Gæðafæði en hann var varaformaður SA um þriggja ára skeið áður en hann tók við formennsku í SA á síðasta ári. Vilmundur hefur setið í stjórn SA um árabil en hann var áður formaður Samtaka iðnaðarins árin 2000-2006 og var stjórnarmaður í SI árin 1994-2000.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×