Líklegt að S&P setji Ísland í ruslflokk fyrir mánaðarmót 18. janúar 2010 12:16 Greining Íslandsbanka telur líklegt að matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) muni setja lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk fyrir lok janúar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar.Í kjölfar synjunar forsetans á undirskrift Icesave-laganna setti S&P Ísland á athugunarlista með neikvæðum horfum vegna hættu á töfum og endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda. Hyggst matsfyrirtækið kveða úr um hvort lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins lækkar um eitt til tvö þrep fyrir janúarlok.Í Morgunkorninu segir að af þeirri tilkyningu og viðtalinu á Bloomberg má ráða að ef ekki verður kominn skriður á efnahagsáætlunina og línur orðnar skírar varðandi fjármögnun hennar eftir hálfan mánuð muni Ísland líklega falla niður úr fjárfestingarflokki í bókum S&P.„Einkunnir S&P hafa að okkar mati töluvert meiri áhrif en einkunnir matsfyrirtækisins Fitch, sem lækkaði einkunn ríkissjóðs niður fyrir fjárfestingaflokk fyrir hálfum mánuði síðan. Fyrrnefnda fyrirtækið gefur ekki aðeins ríkissjóði lánshæfiseinkunn, öfugt við Fitch , heldur einnig Landsvirkjun og Íbúðalánasjóði," segir í Morgunkorninu.Í daglegu fréttabréfi bendir þýski bankinn Commerzbank á að þótt líklega sé búið að verðleggja neikvæðar horfur lánsmatsfyrirtækjanna inn í skuldatryggingar og erlend skuldabréf ríkissjóðs geti lækkun lánshæfiseinkunarinnar orðið til þess að takmarka fjárfestingarákvarðanir erlendra fjárfesta. Margir þeirra mega ekki fjárfesta í fjáreignum sem ekki njóta lánshæfiseinkunnar í fjárfestingarflokki, og það hafi því frekari neikvæð áhrif.Ávöxtunarkrafa evrubréfa ríkissjóðs með gjalddaga í lok ársins 2011 hefur hækkað úr 8,7% í 11,1% frá áramótum á erlendum eftirmarkaði, en hafa ber í huga að markaður með þessi bréf er mjög grunnur og viðskipti strjál.Þá hækkaði skuldatryggingaálag ríkissjóðs talsvert í síðustu viku, en hefur hins vegar lækkað nokkuð í dag. Samkvæmt gagnveitunni CMA er álagið til 5 ára þannig 524 punktar þegar þetta er ritað, en það fór hæst í 545 punkta síðastliðinn föstudag, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur líklegt að matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) muni setja lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk fyrir lok janúar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar.Í kjölfar synjunar forsetans á undirskrift Icesave-laganna setti S&P Ísland á athugunarlista með neikvæðum horfum vegna hættu á töfum og endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda. Hyggst matsfyrirtækið kveða úr um hvort lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins lækkar um eitt til tvö þrep fyrir janúarlok.Í Morgunkorninu segir að af þeirri tilkyningu og viðtalinu á Bloomberg má ráða að ef ekki verður kominn skriður á efnahagsáætlunina og línur orðnar skírar varðandi fjármögnun hennar eftir hálfan mánuð muni Ísland líklega falla niður úr fjárfestingarflokki í bókum S&P.„Einkunnir S&P hafa að okkar mati töluvert meiri áhrif en einkunnir matsfyrirtækisins Fitch, sem lækkaði einkunn ríkissjóðs niður fyrir fjárfestingaflokk fyrir hálfum mánuði síðan. Fyrrnefnda fyrirtækið gefur ekki aðeins ríkissjóði lánshæfiseinkunn, öfugt við Fitch , heldur einnig Landsvirkjun og Íbúðalánasjóði," segir í Morgunkorninu.Í daglegu fréttabréfi bendir þýski bankinn Commerzbank á að þótt líklega sé búið að verðleggja neikvæðar horfur lánsmatsfyrirtækjanna inn í skuldatryggingar og erlend skuldabréf ríkissjóðs geti lækkun lánshæfiseinkunarinnar orðið til þess að takmarka fjárfestingarákvarðanir erlendra fjárfesta. Margir þeirra mega ekki fjárfesta í fjáreignum sem ekki njóta lánshæfiseinkunnar í fjárfestingarflokki, og það hafi því frekari neikvæð áhrif.Ávöxtunarkrafa evrubréfa ríkissjóðs með gjalddaga í lok ársins 2011 hefur hækkað úr 8,7% í 11,1% frá áramótum á erlendum eftirmarkaði, en hafa ber í huga að markaður með þessi bréf er mjög grunnur og viðskipti strjál.Þá hækkaði skuldatryggingaálag ríkissjóðs talsvert í síðustu viku, en hefur hins vegar lækkað nokkuð í dag. Samkvæmt gagnveitunni CMA er álagið til 5 ára þannig 524 punktar þegar þetta er ritað, en það fór hæst í 545 punkta síðastliðinn föstudag, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent