Viðskipti innlent

HostelBookers velur Nordic eMarketing til markaðssetningar

Fyrirtækið Hostelbookers (www.hostelbookers.com) hefur valið Nordic eMarketing til að markaðssetja vefi þeirra í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Hollandi og Póllandi.

Í tilkynningu segir að Nordic eMarketing hefur undanfarna mánuði unnið með fyrirtækinu á þessum mörkuðum og hafa forsvarsmenn Hostelbookers óskað eftir frekari samstarfi.

„Nordic eMarketing náði frábærum árangri á leitarvélum á þeim mörkuðum sem þeir tóku að sér að bæta stöðu okkar á", segir Gab La Gona, yfirmaður leitarvélamarkaðssetningar hjá HostelBookers.com.

HostelBookers fengu „Best Youth Product" verðlaunin á „the British Youth Travel Awards" árið 2008, en þau verðlaun eru talin mikill heiður í breska ferðageiranum. Verðlaunin eru veitt af „British Educational Travel Association" (BETA). Auk þessarra verðlauna hafa þeir fengið mikið lof fyrir vef sinn.

Fyrirtækið er fimm ára gamalt og hefur náð undraverðum árangri á Netinu í harðri samkeppni við rótgróin fyrirtæki í þessum geira. „HostelBookers er frábært dæmi um marktækan árangur á netinu sem fleiri fyrirtæki ættu að taka sér til fyrirmyndar. Íslensk fyrirtæki ættu að horfa meira til netsins í leit að viðskiptatækifærum, því sjaldan hafa verið fleiri tækifæri en á þessum tímum" sagði Hreggviður St. Magnússon framkvæmdastjóri Nordic eMarketing.

Nordic eMarketing er alíslenskt ráðgjafafyrirtæki með höfuðstöðvar sínar á Íslandi, en starfsstöðvar í Bretlandi, Svíþjóð, Kína, Tékklandi og Bandaríkjunum. Hjá fyrirtækinu og samstarfsaðilum þess starfa um 45 manns.

Nordic eMarketing hefur sérhæft sig í margtyngdum samskiptum og markaðssetningu á Internetinu og meðal núverandi viðskiptavina eru Teknomek, Loewy Group, Icelandair, HotelClub, London Metro University, Actavis, Becta og NFL.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×