Viðskipti innlent

Hernaðarfyrirtækið ECA bauð allt of lága leigu

Hernaðarfyrirtækið ECA Programs bauð allt of lága leigu fyrir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ekki stendur til að niðurgreiða starfsemi félagsins þar af hálfu almennra flugfarþega. Þetta sagði Kristján Möller, samgönguráðherra í svari við fyrirspurn á Alþingi í morgun.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði breytt um stefnu í málinu, og sagði að undirbúningur málsins hefði verið með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar.

Fram hefur komið að hollenska fyrirtækið ECA programs sækist eftir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Þetta hefur verið í undirbúningi mánuðum saman, en Hjálmar Árnason, á Keili, greindi frá áformum fyrirtækisins í fyrrahaust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×