Viðskipti innlent

Hérðasdómur staðfestir nauðasamning Bakkavarar

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag nauðasamning Bakkavarar Group hf. sem samþykktur var með 90% atkvæða (98% af fjárhæð krafna) á fundi með kröfuhöfum þann 4. mars 2010 eins og fram kom í tilkynningu félagsins þann sama dag.

Meirihluti kröfuhafa Bakkavarar samþykkti nauðasamninga félagsins þann 4. mars s.l. Í kjölfarið var boðað til hluthafafundar Bakkavarar 26. mars næstkomandi. Þar eignast kröfuhafar félagsins 27 prósenta hlut í Bakkavör en eign Bakkavararbræðra þurrkuð út.

Að fundi loknum verður stefnt að því að taka hlutabréf Bakkavarar úr viðskiptum í Kauphöllinni. Bakkavör er eitt þeirra sex hlutafélaga sem mynda Úrvalsvísitöluna.

Eins og fram hefur komið í fréttum er afskráning með þeim hætti sem Bakkavör áformar er ekki hafin yfir vafa, að mati Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. „Við erum að fara gaumgæfilega yfir málið," sagði hann nýlega. Í framhaldinu hefur Kauphöllin svo vísað málinu til skoðunnar hjá Fjármálaeftirlitinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×