Viðskipti innlent

FME gerir athugasemd við afskráningu Bakkavarar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við afskráningu Bakkavarar úr Kauphöllinni.
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við afskráningu Bakkavarar úr Kauphöllinni.
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við fyrirhugaða afskráningu Bakkavarar Group hf. á hlutabréfum félagsins úr Kauphöllinni og einkahlutafélagavæðingu þess sem fram kemur í 2. lið dagskrár hluthafafundar félagsins. Fundurinn verður haldinn verður þann 26. mars næstkomandi klukkan 16.00.

Telur Fjármálaeftirlitið að fyrirhuguð tillaga félagsins um að breyta því í einkahlutafélag og afskrá það í kjölfarið sé ekki í samræmi við þær reglur sem um afskráningu verðbréfa gilda. Fjármálaeftirlitið hefur því beint þeim tilmælum til félagsins að fara að umræddu ákvæði kauphallarlaga við afskráningu bréfa sinna úr Kauphöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×