Viðskipti innlent

Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja

Karen Kjartansdóttir skrifar

Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila.

Geysir Green Energy hefur selt dótturfyrirtæki kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy hlut sinn í HS Orku og á Magma nú ríflega 98 prósent í fyrirtækinu.

Hlutur Geysis Green í HS Orku var 52 prósent, greiða á 16 milljarða króna en fyrir þann hlut í reiðufé og yfirtöku skuldabréfa en í fréttatilkynningu segir að hluti greiðslunnar geti verið formi skuldabréfa í kanadíska móðurfélagi Magma.

Sveitarfélögin Reykjanesbær, Grindavík, Garður og Vogar eiga um tvö prósent af HS orku á móti Magma.

Ross Beaty forstjóri Magma segist vel gera sér grein fyrir andstöðu fólks við kaup erlendra aðila á náttúruauðlindum þjóðarinnar. Hann skilji þann ótta en vilji sanna að Magma sé rétta fyrirtækið til að koma að rekstrinum, geti aukið verðmæti orkunnar og skapað verðmæt störf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×