Viðskipti innlent

Kosið um stjórn Icelandair Group á hluthafafundi

Kosið verður um stjórn Icelandair Group á komandi hluthafafundi félagsins. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group á hluthafafundi sem haldinn verður föstudaginn 21. maí kl 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Framboð til aðalstjórnar:

Finnur Reyr Stefánsson, Friðrik Á Brekkan, Jón Ármann Guðjónsson, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Pétur J Eiríksson og Sigurður Helgason.

Framboð til varastjórnar:

Kristín Einarsdóttir, Magnús Magnússon og Tómas Kristjánsson,

Hluthafafundur skal kjósa 5 aðalstjórnarmenn og 3 til varastjórnar. Sjálfkjörið er til varastjórnar Icelandair Group, að því er segir í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×