Viðskipti innlent

Íslandsbanki Fjármögnun lækkar vexti

Íslandsbanki Fjármögnun hefur lækkað vexti á óverðtryggðum samningum um 0,75% frá og með 12. maí síðastliðnum. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans í síðustu viku.

Í tilkynningu segir að þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum bílasamningum og bílalánum verða á bilinu 11,05% -11,35%.

Þeir viðskiptavinir Íslandsbanka Fjármögnunar sem kjósa að fá höfuðstólslækkun á bílasamningum eða eignaleigusamningum sínum fá 2,6% afslátt af vöxtum fyrstu 12 mánuðina og verða vextir í þeim tilfellum 8,75% með afslætti stað 9,50% áður. Vaxtalækkunin á einnig við þá samninga sem þegar hafa verið höfuðstólslækkaðir og eru óverðtryggðir.

Á þeim samningum lækka vextir einnig um 0,75%. Frá því að Íslandsbanki Fjármögnun hóf að bjóða höfuðstólslækkun fyrir viðskiptavini sína hefur höfuðstóll verið lækkaður á 4.141 einstaklings- og fyrirtækjasamningum. Viðskiptavinir geta sótt um höfuðstólslækkun hjá Íslandsbanka Fjármögnun til 1. júlí 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×