Viðskipti innlent

Ferðamálastofa nýtir gosið á jákvæðan hátt

Skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum sendi í vikunni út bæði fréttatilkynningar og fréttbréf tengt gosinu í Eyjafjallajökli sem skilað hafa mikilli og jákvæðri umfjöllun. Þetta kemur fram á vefsíðu Ferðamálastofu.

„Frétt frá okkur er núna aðalfréttin í Travel Weekly, einu útbreiddasta blaðinu hér vestan hafs, og svona umfjöllun hefur gríðarlegt auglýsingagildi," segir Einar Gústavsson, umdæmisstjóri Ferðamálastofu í Norður-Ameríku á vefsíðunni.

Þá sendi skrifstofan út hið mánaðarlega rafræna fréttabréf Dateline Iceland sem var alfarið helgað gosinu að þessu sinni. Fréttabréfið fer á 160 þúsund áskrifendur, þar af 600-700 fjölmiðla og 92 þúsund aðila í ferðageiranum vestan hafs. Fréttabréfið er einnig aðgengilegt á landkynningarvefnum fyrir Norður-Ameríku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×