Viðskipti innlent

Endurskipulagning Farice ehf. frestast enn

Samkomulag það sem í gangi hefur verið á milli Eignarhaldsfélagsins Farice ehf. og kröfuhafa þess hefur verið framlengt til 11. júní n.k.

Í tilkynningu um málið segir að samskonar samkomulag Farice hf., dótturfélags Eignarhaldsfélagsins Farice ehf., við kröfuhafa hefur einnig framlengt til 30. maí n.k.

Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í morgun hefur Kauphöllin sett skuldabréf útgefin af Farice ehf. á Athugunarlista.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×