Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ákveðið að stíga úr stjórn bresku verslanakeðjunni House of Fraser. Þetta gerir hann vegna málaferla slitastjórnar Glitnis á hendur honum og sex öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins Financial Times.
Tæp fjögur ár eru frá því að Baugur eignaðist verslunarkeðjuna en Landabankinn hefur farið með stjórn fyrirtækisins eftir að Baugur komst í þrot. Jón Ásgeir hefur setið í stjórn þekktra fyrirtækja frá falli Baugs. Auk House of Fraser hefur hann til að mynda átt sæti í stjórn matvörukeðjunnar Iceland Foods.
Fram kemur í frétt Financial Times að Jón Ásgeir hafi ekki lengur átt neitt í House of Fraser þótt hann hafi setið í stjórn keðjunnar þar til í þessari viku.
Þá kemur fram að forráðamenn House of Fraser hafi ekki viljað tjá sig um málið.