Geir H. Haarde neitar að bera vitni Valur Grettisson skrifar 1. nóvember 2010 11:37 Geir H. Haarde. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, neitaði að bera vitni í skaðabótamáli hlutdeildarskírteinishafa í peningarmarkaðssjóðum gegn Ríkissjóði Íslands en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður Geirs sendi Héraðsdómi Reykjavíkur bréf fyrir helgi þar sem dómnum var tilkynnt þetta. Ástæðan fyrir því að Geir vildi ekki bera vitni var ótti við það að hann gæti bakað sér sjálfum refsiábyrgð vegna framburðar síns. En Geir hefur verið stefnt fyrir Landsdóm. Geir var kallaður til vitnis vegna þess að hlutdeildarskírteinishafar vilja meina að í yfirlýsingu Geirs í hruninu 2008, þar sem hann tilkynnti að innistæður Íslendinga væru tryggðar að fullu, hefðu vakið lögmætar vonir um að hið sama ætti við með peningamarkaðssjóðina. Þessu neitar lögmaður Ríkissjóðs Íslands en hann vill meina að það sé fyllilega skýrt að ekki hefði verið átt við peningamarkaðssjóði í ræðu Geirs. Þá vill lögmaður Ríkissjóðs meina að málið sé vanreifað. Til að mynda sé enginn greinamunur gerður á starfsemi Landsvaka, sem var dótturfélag Landsbankans og stjórnaði peningamarkaðssjóðnum, og hinsvegar Landsbankans sjálfs. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa vildi þá meina að neyðarlögin hefðu ekki tekið formleg gildi fyrr en eftir að Landsbankinn var tekinn yfir haustið 2008. Þessu neitaði lögmaður Ríkissjóðs og tók fram að lögin hefðu tekið gildi 7. október 2008 en ekki á miðnætti 8. október eins og lögmaður hlutdeildarskírteinishafa hélt fram. Þá benti lögmaður Ríkissjóðs á að ef neyðarlögin hefðu ekki tekið gildi á sínum tíma, með tilheyrandi kerfishruni, þá hefðu hlutdeildarskírteinishafar fengið mun minna til baka úr peningamarkaðssjóðunum en alls endurheimtu þeir 68.8 prósent. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa sagði bankanum óheimilt að mismuna skjólstæðingum sínum. Benti hann á Icesave málið og bætti við að ef þær skuldbindingar yrðu greiddar, á þeim forsendum að óheimilt væri að mismuna innistæðueigendum, þá ætti slíkt hið sama við peningamarkaðssjóð Landsvaka. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, neitaði að bera vitni í skaðabótamáli hlutdeildarskírteinishafa í peningarmarkaðssjóðum gegn Ríkissjóði Íslands en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður Geirs sendi Héraðsdómi Reykjavíkur bréf fyrir helgi þar sem dómnum var tilkynnt þetta. Ástæðan fyrir því að Geir vildi ekki bera vitni var ótti við það að hann gæti bakað sér sjálfum refsiábyrgð vegna framburðar síns. En Geir hefur verið stefnt fyrir Landsdóm. Geir var kallaður til vitnis vegna þess að hlutdeildarskírteinishafar vilja meina að í yfirlýsingu Geirs í hruninu 2008, þar sem hann tilkynnti að innistæður Íslendinga væru tryggðar að fullu, hefðu vakið lögmætar vonir um að hið sama ætti við með peningamarkaðssjóðina. Þessu neitar lögmaður Ríkissjóðs Íslands en hann vill meina að það sé fyllilega skýrt að ekki hefði verið átt við peningamarkaðssjóði í ræðu Geirs. Þá vill lögmaður Ríkissjóðs meina að málið sé vanreifað. Til að mynda sé enginn greinamunur gerður á starfsemi Landsvaka, sem var dótturfélag Landsbankans og stjórnaði peningamarkaðssjóðnum, og hinsvegar Landsbankans sjálfs. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa vildi þá meina að neyðarlögin hefðu ekki tekið formleg gildi fyrr en eftir að Landsbankinn var tekinn yfir haustið 2008. Þessu neitaði lögmaður Ríkissjóðs og tók fram að lögin hefðu tekið gildi 7. október 2008 en ekki á miðnætti 8. október eins og lögmaður hlutdeildarskírteinishafa hélt fram. Þá benti lögmaður Ríkissjóðs á að ef neyðarlögin hefðu ekki tekið gildi á sínum tíma, með tilheyrandi kerfishruni, þá hefðu hlutdeildarskírteinishafar fengið mun minna til baka úr peningamarkaðssjóðunum en alls endurheimtu þeir 68.8 prósent. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa sagði bankanum óheimilt að mismuna skjólstæðingum sínum. Benti hann á Icesave málið og bætti við að ef þær skuldbindingar yrðu greiddar, á þeim forsendum að óheimilt væri að mismuna innistæðueigendum, þá ætti slíkt hið sama við peningamarkaðssjóð Landsvaka.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent