Kröfu Bjarka Diego hafnað - áfrýjar til Hæstaréttar Valur Grettisson skrifar 1. nóvember 2010 15:33 Bjarki starfaði hjá Kaupþingi. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bjarka H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, en hann höfðaði mál á hendur Ríkisskattstjóra vegna skattálagninga á söluréttarsamningum af hlutabréfum í Kaupþingi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um klukkan hálf fjögur í dag. Samningana gerði Bjarki þegar hann starfaði hjá Kaupþingi banka. Bjarki fullyrðir að samningar sem hann gerði um kaup á hlutabréfum í bankanum séu í grundvallaratriðum ólíkir kaupréttarsamningum. Bjarki vísaði meðal annars til þess að stjórnendur bankans hefðu ætlast til þess að bréfin yrðu í hans eigu á meðan hann væri við störf hjá bankanum. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í málinu í gegnum síma frá Lúxemborg. Hreiðar tók undir orð Bjarka um að ekki hafi verið ætlast til þess að hann, eða aðrir starfsmenn Kaupþings sem gerðu svipaða samninga, myndu selja bréfin. Bjarki sagði að næði úrskurður Ríkisskattstjóra um endurákvörðun á skatti upp á 100 milljónir króna fram að ganga, sem og ákvörðun slitastjórnar Kaupþings um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða, yrði hann gjaldþrota. Enginn maður myndi ráða við þessar skuldbindingar. Í niðurstöðu Héraðsdóm Reykjavíkur segir að ekki verði fram hjá því litið að tilgangur fjármálagerninganna var sá að þeir virkuðu sem kaupauki fyrir Bjarka en jafnframt því að hann eignaðist hlutina skyldi hann tryggður fyrir hugsanlegri verðlækkun þeirra. Þá lánaði Kaupþing honum allt andvirði bréfanna og áttu lánin að verða endurgreidd í lok samningstíma. Samkvæmt samningunum átti Bjarki val um það að liðnum 3 árum hvort hann ætti hlutina áfram eða seldi þá en í hvoru tilviki um sig gerðu samningarnir ráð fyrir því að Bjarki greiddi lán það sem hann hafði fengið til kaupanna. Fólst í þessu að Bjarki var í aðstöðu til þess að afla sér tekna sem myndast kynnu við mismun verðs hlutanna er sölurétturinn félli úr gildi en áhætta hans vegna lækkunnar verðs var engin. Lögmaður Bjarka sagði strax við dómsuppsögu í málinu að því yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bjarka H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, en hann höfðaði mál á hendur Ríkisskattstjóra vegna skattálagninga á söluréttarsamningum af hlutabréfum í Kaupþingi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um klukkan hálf fjögur í dag. Samningana gerði Bjarki þegar hann starfaði hjá Kaupþingi banka. Bjarki fullyrðir að samningar sem hann gerði um kaup á hlutabréfum í bankanum séu í grundvallaratriðum ólíkir kaupréttarsamningum. Bjarki vísaði meðal annars til þess að stjórnendur bankans hefðu ætlast til þess að bréfin yrðu í hans eigu á meðan hann væri við störf hjá bankanum. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í málinu í gegnum síma frá Lúxemborg. Hreiðar tók undir orð Bjarka um að ekki hafi verið ætlast til þess að hann, eða aðrir starfsmenn Kaupþings sem gerðu svipaða samninga, myndu selja bréfin. Bjarki sagði að næði úrskurður Ríkisskattstjóra um endurákvörðun á skatti upp á 100 milljónir króna fram að ganga, sem og ákvörðun slitastjórnar Kaupþings um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða, yrði hann gjaldþrota. Enginn maður myndi ráða við þessar skuldbindingar. Í niðurstöðu Héraðsdóm Reykjavíkur segir að ekki verði fram hjá því litið að tilgangur fjármálagerninganna var sá að þeir virkuðu sem kaupauki fyrir Bjarka en jafnframt því að hann eignaðist hlutina skyldi hann tryggður fyrir hugsanlegri verðlækkun þeirra. Þá lánaði Kaupþing honum allt andvirði bréfanna og áttu lánin að verða endurgreidd í lok samningstíma. Samkvæmt samningunum átti Bjarki val um það að liðnum 3 árum hvort hann ætti hlutina áfram eða seldi þá en í hvoru tilviki um sig gerðu samningarnir ráð fyrir því að Bjarki greiddi lán það sem hann hafði fengið til kaupanna. Fólst í þessu að Bjarki var í aðstöðu til þess að afla sér tekna sem myndast kynnu við mismun verðs hlutanna er sölurétturinn félli úr gildi en áhætta hans vegna lækkunnar verðs var engin. Lögmaður Bjarka sagði strax við dómsuppsögu í málinu að því yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira