Sala Sjóvar frestast líklega Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. mars 2010 19:00 Tryggingafélagið verður í eigu skilanefndar Glitnis og Íslandsbanka enn um sinn þar sem verðhugmyndir fjárfesta ríma ekki við væntingar ríkissjóðs og skilanefndar Glitnis. Fjármálaráðherra segir að fyrirtækið verði ekki selt á undirverði. Sjóvá er í dag í eigu SAT eignarhaldsfélags, sem er í eigu skilanefndar Glitnis sem á 90 prósenta hlut og Íslandsbanka sem á tæplega tíu prósent. Af þeim tólf sem skiluðu óskuldbindandi tilboðum í Sjóvá fengu sex að halda áfram og þeim gafst kostur að skila inn bindandi tilboðum. Þessir aðilar sameinuðust síðan um að skila inn tveimur tilboðum, en samkvæmt heimildum fréttastofu var himinn og haf milli verða á tilboðunum tveimur. Fyrirvarar voru á báðum en miklir fyrirvarar á hærra tilboðinu voru þess eðlis að ekki var augljóst að það yrði á endanum hagstæðara en lægra tilboðið. Viðræður stóðu síðan yfir alla síðustu viku við báða tilboðsgjafa til að fara betur yfir ákveðin atriði tengd tilboðunum. Aðkoma ríkissjóðs að söluferlinu er óbein, en ríkissjóður setti ásamt Íslandsbanka rúmlega 11 milljarða af þeim sextán milljörðum króna sem settir voru inn í rekstur Sjóvár til að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll fyrirtækisins, en félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol tryggingafélaga og gat ekki mætt vátryggingarskuld áður en ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki hlupu undir bagga. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu innan úr skilanefnd Glitnis og fjármálaráðuneytinu eru allar líkur á því að Sjóvá verði ekki selt í opnu söluferli að svo stöddu. Ástæðan er sú að þau tilboð sem bárust ríma illa við hugmyndir eigandanna um verðmæti félagsins. Eigendurnir eru samstíga í málinu en ekki verður tekin endanleg ákvörðun fyrr en viðræður við tilboðsgjafa hafa verið endanlega leiddar til lykta. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig efnislega um afstöðu ríkisins í málinu í samtali við fréttastofu, en sagði alveg klárt að það væru hagsmunir ríkissjóðs að fyrirtækið yrði ekki selt á undirverði. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira
Tryggingafélagið verður í eigu skilanefndar Glitnis og Íslandsbanka enn um sinn þar sem verðhugmyndir fjárfesta ríma ekki við væntingar ríkissjóðs og skilanefndar Glitnis. Fjármálaráðherra segir að fyrirtækið verði ekki selt á undirverði. Sjóvá er í dag í eigu SAT eignarhaldsfélags, sem er í eigu skilanefndar Glitnis sem á 90 prósenta hlut og Íslandsbanka sem á tæplega tíu prósent. Af þeim tólf sem skiluðu óskuldbindandi tilboðum í Sjóvá fengu sex að halda áfram og þeim gafst kostur að skila inn bindandi tilboðum. Þessir aðilar sameinuðust síðan um að skila inn tveimur tilboðum, en samkvæmt heimildum fréttastofu var himinn og haf milli verða á tilboðunum tveimur. Fyrirvarar voru á báðum en miklir fyrirvarar á hærra tilboðinu voru þess eðlis að ekki var augljóst að það yrði á endanum hagstæðara en lægra tilboðið. Viðræður stóðu síðan yfir alla síðustu viku við báða tilboðsgjafa til að fara betur yfir ákveðin atriði tengd tilboðunum. Aðkoma ríkissjóðs að söluferlinu er óbein, en ríkissjóður setti ásamt Íslandsbanka rúmlega 11 milljarða af þeim sextán milljörðum króna sem settir voru inn í rekstur Sjóvár til að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll fyrirtækisins, en félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol tryggingafélaga og gat ekki mætt vátryggingarskuld áður en ríkissjóður, skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki hlupu undir bagga. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu innan úr skilanefnd Glitnis og fjármálaráðuneytinu eru allar líkur á því að Sjóvá verði ekki selt í opnu söluferli að svo stöddu. Ástæðan er sú að þau tilboð sem bárust ríma illa við hugmyndir eigandanna um verðmæti félagsins. Eigendurnir eru samstíga í málinu en ekki verður tekin endanleg ákvörðun fyrr en viðræður við tilboðsgjafa hafa verið endanlega leiddar til lykta. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig efnislega um afstöðu ríkisins í málinu í samtali við fréttastofu, en sagði alveg klárt að það væru hagsmunir ríkissjóðs að fyrirtækið yrði ekki selt á undirverði.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira