Viðskipti innlent

Sala nýrra hluta í Icelandair hefst á morgun

Sala nýrra hluta í hlutafjárútboð Icelandair hefst á morgun, miðvikudag. Ætlunin er að selja nýtt hlutafé fyrir allt að rúmlega 2,5 milljarða kr. Núverandi hlutafjáreigendur eiga forgangsrétt á kaup hluta fyrir allt að tæpum 2 milljörðum kr.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Icelandair Group hf. tilkynnti um hlutafjárútboð í félaginu þann 17. nóvember 2010. Alls verða boðnir til kaups á bilinu 500 til 1.059 milljónir nýir hlutir í almennu hlutafjárútboði með útgáfu nýrra hlutabréfa í félaginu. Ef félaginu berast áskriftir í færri en 500 milljónir hluta munu engir nýir hlutir verða boðnir til kaups. Útboðið hefst miðvikudaginn 8. desember 2010 klukkan 10.00 og lýkur fimmtudaginn 23. desember 2010 klukkan 16.00.

Stjórn félagsins hefur nú gengið frá skilmálum útboðsins. Útboðsgengið verður 2,5 kr. á hvern nýjan hlut. Einungis er hægt að greiða fyrir nýja hluti með reiðufé í íslenskum krónum. Allir nýir hlutir eru í sama flokki. Hlutirnir gefa allir sömu réttindi og eru sambærilegir við eldri hluti að öllu leyti. Nýjum hlutum í félaginu verður úthlutað á eftirfarandi hátt:

1.Núverandi hluthafar félagsins úr hluthafaskrá 17. nóvember 2010 skv. Verðbréfaskráningu Íslands hafa forkaupsrétt að 799 milljón nýjum hlutum í útboðinu. Þau hlutabréf sem voru keypt eftir 15. nóvember njóta ekki forgangsréttar. Ef forgangsréttur hluthafa verður ekki nýttur að fullu verða hlutirnir boðnir almennum fjárfestum.

2.Allir starfsmenn félagsins ásamt dótturfélögum þess, að undanskildum Bluebird Cargo ehf. og SmartLynx AOC, sem voru starfandi hjá félaginu þann 31. október 2010 hafa forgang á 160 milljón nýjum hlutum í útboðinu. Ef starfsmenn skrá sig ekki fyrir þeim hlutum verða þeir boðnir almennum fjárfestum.

3.Almennum fjárfestum á Íslandi verður boðið að kaupa 100 milljón nýja hluti í félaginu ásamt óseldum hlutum frá forgangsréttarhöfum og starfsmönnum.

Þátttaka í útboðinu er heimil öllum íslenskum einstaklingum og lögaðilum sem lögum samkvæmt er heimil þátttaka í hlutafjárútboðum. Starfsmönnum Íslandsbanka er heimillt að taka þátt í almenna hluta útboðsins en þátttaka þeirra takmarkast við fyrstu þrjá tíma skráningar þann 8. desember 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×