Seðlabankinn á 73% hlut í Sjóvá 16. júní 2010 13:47 Seðlabankinn á nú 73% hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknarflokksins um Sjóvá. Aðrir eigendur eru Íslandsbanki og SAT.Eygló spurði ráðherra hvernig eignaumsýslu Sjóvár væri háttað. Í svarinu segir að forsaga málsins er sú að vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa á eignarhaldsfélög Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Tryggingarhluti félagsins hafði áður verið í sölumeðferð þar sem vonir stóðu til að erlendir aðilar mundu koma að endurreisn félagsins en upp úr þeim viðræðum slitnaði.Lendi tryggingafélag í gjaldþroti er fyrsti kostur sá að annað eða önnur tryggingafélög taki við tryggingarstarfseminni en í tilviki Sjóvár taldi Fjármálaeftirlitið að vegna stærðar Sjóvár og hárrar markaðshlutdeildar væri ekki æskilegt að hin tryggingafélögin tækju við tryggingarstarfsemi Sjóvár. Til að viðhalda tryggingarstarfsemi Sjóvár þurfti að leggja til eigið fé að andvirði 16 milljarðar kr.Niðurstaðan varð sú að þrír stærstu hagsmunaaðilar að áframhaldandi rekstri félagsins, þ.e. Glitnir, Íslandsbanki og ríkissjóður sem kröfuhafi, lögðu félaginu til aukið eigið fé. Framlag ríkissjóðs var með þeim hætti að dótturfélagi Glitnis, SAT eignarhaldsfélagi, voru seldar skilgreindar veðkröfur. Umsamið kaupverð á þessum eignum var 11,6 milljarðar kr. Með þessum samningi fékk ríkissjóður handveð í ríflega 73% hlut af hlutabréfum í SA tryggingum hf. (Sjóvá).Ákvæði sölusamnings er að skilanefnd Glitnis er heimilt að greiða kaupverðið með því að afhenda ríkinu hlutafé sitt í SA tryggingum hf. (Sjóvá) og skal það teljast fullnaðargreiðsla, en greiðslu á að inna af hendi í síðasta lagi 18 mánuðum frá dagsetningu á samningi um kröfukaup. Glitni er þó heimilt að selja hlutina fyrir gjalddaga enda renni þá söluandvirði þeirra óskipt til seljanda. Ef söluverðið er lægra en kaupverð kröfu ríkissjóðs er Glitni óheimilt að selja hlutina nema að fengnu samþykki seljanda.Um áramótin 2009-2010 var umsýsla krafna sem voru í eigu fjármálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands sameinuð í eignaumsýslufélagi sem Seðlabanki Íslands stofnaði, Eignasafni SÍ. Ákvörðunarvald og eftirlit með þessum kröfueignum með veði í hlutafé Sjóvár er því alfarið í höndum Eignasafns SÍ.Þann 3. maí sl. var gert samkomulag milli SAT og Eignasafns SÍ þess efnis að uppgjöri á framangreindum sölusamningi yrði flýtt og gerði SAT upp við Eignasafn SÍ með framsali á 73,03% eignarhlut í Sjóvá.Eignarhaldi Sjóvár er háttað þannig að Íslandsbanki á 9,30% í tryggingafélaginu, SAT 17,67% og Eignasafn SÍ 73,03%.Eygló spurði einnig hvenær ætlunin væri að selja Sjóvá. Því svarar ráðherra með því að segja að Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. var falið að annast söluferli á Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Um er að ræða opið söluferli sem hófst formlega með birtingu auglýsingar þar um þann 18. janúar sl Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabankinn á nú 73% hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknarflokksins um Sjóvá. Aðrir eigendur eru Íslandsbanki og SAT.Eygló spurði ráðherra hvernig eignaumsýslu Sjóvár væri háttað. Í svarinu segir að forsaga málsins er sú að vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa á eignarhaldsfélög Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Tryggingarhluti félagsins hafði áður verið í sölumeðferð þar sem vonir stóðu til að erlendir aðilar mundu koma að endurreisn félagsins en upp úr þeim viðræðum slitnaði.Lendi tryggingafélag í gjaldþroti er fyrsti kostur sá að annað eða önnur tryggingafélög taki við tryggingarstarfseminni en í tilviki Sjóvár taldi Fjármálaeftirlitið að vegna stærðar Sjóvár og hárrar markaðshlutdeildar væri ekki æskilegt að hin tryggingafélögin tækju við tryggingarstarfsemi Sjóvár. Til að viðhalda tryggingarstarfsemi Sjóvár þurfti að leggja til eigið fé að andvirði 16 milljarðar kr.Niðurstaðan varð sú að þrír stærstu hagsmunaaðilar að áframhaldandi rekstri félagsins, þ.e. Glitnir, Íslandsbanki og ríkissjóður sem kröfuhafi, lögðu félaginu til aukið eigið fé. Framlag ríkissjóðs var með þeim hætti að dótturfélagi Glitnis, SAT eignarhaldsfélagi, voru seldar skilgreindar veðkröfur. Umsamið kaupverð á þessum eignum var 11,6 milljarðar kr. Með þessum samningi fékk ríkissjóður handveð í ríflega 73% hlut af hlutabréfum í SA tryggingum hf. (Sjóvá).Ákvæði sölusamnings er að skilanefnd Glitnis er heimilt að greiða kaupverðið með því að afhenda ríkinu hlutafé sitt í SA tryggingum hf. (Sjóvá) og skal það teljast fullnaðargreiðsla, en greiðslu á að inna af hendi í síðasta lagi 18 mánuðum frá dagsetningu á samningi um kröfukaup. Glitni er þó heimilt að selja hlutina fyrir gjalddaga enda renni þá söluandvirði þeirra óskipt til seljanda. Ef söluverðið er lægra en kaupverð kröfu ríkissjóðs er Glitni óheimilt að selja hlutina nema að fengnu samþykki seljanda.Um áramótin 2009-2010 var umsýsla krafna sem voru í eigu fjármálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands sameinuð í eignaumsýslufélagi sem Seðlabanki Íslands stofnaði, Eignasafni SÍ. Ákvörðunarvald og eftirlit með þessum kröfueignum með veði í hlutafé Sjóvár er því alfarið í höndum Eignasafns SÍ.Þann 3. maí sl. var gert samkomulag milli SAT og Eignasafns SÍ þess efnis að uppgjöri á framangreindum sölusamningi yrði flýtt og gerði SAT upp við Eignasafn SÍ með framsali á 73,03% eignarhlut í Sjóvá.Eignarhaldi Sjóvár er háttað þannig að Íslandsbanki á 9,30% í tryggingafélaginu, SAT 17,67% og Eignasafn SÍ 73,03%.Eygló spurði einnig hvenær ætlunin væri að selja Sjóvá. Því svarar ráðherra með því að segja að Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. var falið að annast söluferli á Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Um er að ræða opið söluferli sem hófst formlega með birtingu auglýsingar þar um þann 18. janúar sl
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira