Landsbankinn er að hækka vexti á gömul lán til smábátasjómanna, sem Landssamband þeirra telur óheimilt eftir dóm Hæstaréttar í júní.
Í tilteknu dæmi, sem Fréttastofan hefur skoðað, nemur hækkunin tæplega 46 prósentum. Það þýðir að af hundrað milljóna króna láni hækkar afborgunin um rúma milljón á ári.
Í nefndu dæmi skipti erlendur gjaldeyrir aldrei um hendur, heldur fóru viðskiptin fram í íslenskum krónum.