Viðskipti innlent

Veruleg fjölgun atvinnuauglýsinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fleiri atvinnuauglýsingar eru birtar í blöðum í ár en í fyrra. Mynd/ Arnþór.
Fleiri atvinnuauglýsingar eru birtar í blöðum í ár en í fyrra. Mynd/ Arnþór.
Atvinnuauglýsingum í dagblöðum fjölgaði um 21% á fyrstu sjö mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Capacent Gallup. Á árinu 2009 voru birtar samtals 3.480 atvinnuauglýsingar í dagblöðunum en á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er fjöldi atvinnuauglýsinga 2.457.

„Við höfum orðið greinilega vör við það á þessu ári að atvinnumarkaðurinn hefur verið að taka við sér og á það við um vinnumarkaðinn í heild. Þetta er vonandi til marks um aukna bjartsýni í atvinnulífinu," segir Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent Ráðninga, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Capacent Rannsóknir mæla í hverjum mánuði með nákvæmum hætti allar auglýsingar sem birtast í dagblöðum, tímaritum og sjónvarpi. Niðurstaðan er safn upplýsinga um hve mikið einstök fyrirtæki í mismunandi greinum auglýsa, hvar þau auglýsa og hvenær.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×