Viðskipti innlent

Byr hf. fær aðgang að mörkuðum Kauphallarinnar

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Byrs hf. um aðild að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. Aðildin er virk frá og með deginum í dag, 27. apríl, 2010.

Í tilkynningu segir að auðkenni Byrs í viðskiptakerfinu er BYR. Það auðkenni var áður notað af Byr sparisjóði en aðild hans hefur verið sagt upp.

Byr verðbréf munu einnig eiga viðskipti á grundvelli aðildar Byrs hf. Því verður í dag jafnframt opnað á ný fyrir aðgang Byrs verðbréfa að viðskiptakerfinu. Auðkenni Byrs verðbréfa verður sem fyrr BYRV.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×