Handbolti

Löwen að missa af lestinni - Sigrar hjá Kiel og Berlin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Blazenko Lackovic skorar í kvöld án þess að Ólafur Stefánsson komi vörnum við. Nordic Photos/Bongarts
Blazenko Lackovic skorar í kvöld án þess að Ólafur Stefánsson komi vörnum við. Nordic Photos/Bongarts

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen er að missa af lestinni í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar eftir tap, 32-31, fyrir toppliði HSV í kvöld. Löwen leiddi lengstum en Hamburg steig upp undir lokin og vann leikinn. Löwen er fimm stigum á eftir Hamburg eftir tapið í kvöld.

Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen í kvöld en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað enda lítið að spila.

Fuchse Berlin er enn í öðru sæti eftir fínan heimasigur á Balingen, 32-28. Alexander Petersson sem fyrr sterkur í liði Dags Sigurðssonar og skoraði sex mörk í kvöld.

Kiel komst í hann krappann er Magdeburg kom í heimsókn. Magdeburg lengi vel yfir en Kiel náði svo yfirhöndinni og sleppti henni ekki það sem eftir lifði leiks. Kiel vann, 24-22, og er í þriðja sæti. Aron Pálmarsson skoraði tvö m0rk fyrir Kiel í kvöld.

Árni Þór Sigtryggsson skoraði fjögur mörk fyrir Rheinland sem tapaði á heimavelli, 21-27, fyrir Göppingen og er enn í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sigurbergur Sveinsson komst ekki á blað hjá Rheinland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×