Viðskipti innlent

Um 21 þúsund umsóknir bárust um sumarstörf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rösklega 2000 störf buðust vegna átaks í atvinnumálum fyrir námsmenn.
Rösklega 2000 störf buðust vegna átaks í atvinnumálum fyrir námsmenn.
Um 2200 námsmenn sóttu um störf í tengslum við átaksverkefni í sumar á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Ákveðið var að verja 250 milljónum úr atvinnuleysistryggingasjóði í samvinnu við ríki og sveitarfélög til að skapa sumarstörf fyrir námsmenn.

Í frétt á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að yfir 2.000 störf hafi borist í átaksverkefnið, um 975 frá stofnunum ríkisins og um 1.100 frá sveitarfélögum. Um var að ræða tímabundin ný störf til tveggja mánaða sem stóðu námsmönnum og atvinnuleitendum af atvinnuleysisskrá til boða.

Áhugi á þessum sumarstörfum var mikill og bárust umsóknir um þessi störf frá um 2.200 umsækjendum. Heildarfjöldi umsókn var um 21 þúsund þannig að hver umsækjandi var að jafnaði að sækja um hátt í 10 störf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×