Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi verst gjaldþroti Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2010 10:56 Bjarki var framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi fyrir hrun. Mynd/ Stefán. Gjaldþrot blasir við Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, nái úrskurður Ríkisskattstjóra um skattlagningu á söluréttasamningum af hlutabréfum í Kaupþingi fram að ganga. Samningana gerði Bjarki þegar að hann starfaði hjá bankanum. Hann hefur stefnt Ríkisskattstjóra vegna málsins og fer aðalmeðferð fram í málinu í dag. Skattayfirvöld hafa krafist þess að samningar sem voru gerðir verði skattlagðir sem launatekjur en ekki sem fjármagnstekjur. Líta eigi á undirliggjandi ráðstafanir sem sölurétturinn tryggði sem kaupréttartekjur. Þessu hafnaði Bjarki algerlega fyrir dómi í morgun. Hann fullyrðir að samningar sem hann gerði á árunum 2001 og 2003 um kaup á hlutabréfum í Kaupþingi séu í grundvallaratriðum ólíkir kaupréttarsamningum. Máli sínu til stuðnings vísar hann meðal annars til þess að stjórnendur bankans hefðu ætlast til þess að bréfin yrðu í hans eigu á meðan að hann starfaði hjá bankanum. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í málinu í gegnum síma, en hann var staddur í Lúxemborg í morgun. Hreiðar var aðstoðarforstjóri Kaupþings til ársins 2003. Hreiðar tók undir orð Bjarka um að stjórnendur Kaupþings hefðu ekki ætlast til þess að hann, eða aðrir starfsmenn Kaupþings sem gerðu svipaða samninga og Bjarki árið 2001 og 2003, myndu selja bréfin. Bjarki sagði fyrir dómi í morgun að næði úrskurður Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skatti upp á 100 milljónir króna og ákvörðun slitastjórnar Kaupþings um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána til stjórnenda og lykilstarfsmanna til hlutabréfakaupa í bankanum, fram að ganga yrði hann gjaldþrota. Enginn maður myndi ráða við þessar skuldbindingar. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Gjaldþrot blasir við Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, nái úrskurður Ríkisskattstjóra um skattlagningu á söluréttasamningum af hlutabréfum í Kaupþingi fram að ganga. Samningana gerði Bjarki þegar að hann starfaði hjá bankanum. Hann hefur stefnt Ríkisskattstjóra vegna málsins og fer aðalmeðferð fram í málinu í dag. Skattayfirvöld hafa krafist þess að samningar sem voru gerðir verði skattlagðir sem launatekjur en ekki sem fjármagnstekjur. Líta eigi á undirliggjandi ráðstafanir sem sölurétturinn tryggði sem kaupréttartekjur. Þessu hafnaði Bjarki algerlega fyrir dómi í morgun. Hann fullyrðir að samningar sem hann gerði á árunum 2001 og 2003 um kaup á hlutabréfum í Kaupþingi séu í grundvallaratriðum ólíkir kaupréttarsamningum. Máli sínu til stuðnings vísar hann meðal annars til þess að stjórnendur bankans hefðu ætlast til þess að bréfin yrðu í hans eigu á meðan að hann starfaði hjá bankanum. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í málinu í gegnum síma, en hann var staddur í Lúxemborg í morgun. Hreiðar var aðstoðarforstjóri Kaupþings til ársins 2003. Hreiðar tók undir orð Bjarka um að stjórnendur Kaupþings hefðu ekki ætlast til þess að hann, eða aðrir starfsmenn Kaupþings sem gerðu svipaða samninga og Bjarki árið 2001 og 2003, myndu selja bréfin. Bjarki sagði fyrir dómi í morgun að næði úrskurður Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skatti upp á 100 milljónir króna og ákvörðun slitastjórnar Kaupþings um riftun á niðurfellingu persónulegra ábyrgða vegna lána til stjórnenda og lykilstarfsmanna til hlutabréfakaupa í bankanum, fram að ganga yrði hann gjaldþrota. Enginn maður myndi ráða við þessar skuldbindingar.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira