Viðskipti innlent

Landsbankinn leysir til sín allt hlutafé Icelandic Group

Landsbankinn mun á næstunni leysa til sín allt hlutafé í Icelandic Group. Áður hafði bankinn veitt nýstofnuðu skúffufyrirtæki í eigu fyrrum stjórnenda Icelandic Group 30 milljarða kr. kúlulán til að forða félaginu frá gjaldþroti.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RUV þar sem m.a. var rætt við Ásmund Stefánsson bankastjóra Landsbankans um málið. Fram kom í máli Ásmundar að hann teldi að bankinn hafi staðið eðlilega að veitingu fyrrgreinds láns sem var til tveggja ára. Ásmundur segir að stofnendur skúffufyrirtækisins hafi fremur verið samstarfsmenn Landsbankans fremur en eiginlegir kaupendur Icelandic Group.

Ásmundur Stefánsson segir ennfremur að með fyrrgreindu ferli hafi tekist að koma í veg fyrir gjaldþrot Icelandic Group og sé rekstur félagsins að komast á eðlilegt ról.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×