Viðskipti innlent

FME neitar að bera vitni fyrir hollenskri rannsóknarnefnd

Fjármálaeftirlitið íslenska (FME) hefur neitað beiðni um að senda fulltrúa frá sér til að vitna fyrir hollenskri rannsóknarnefnd um orsakir fjármálakreppunnar.

Þetta kemur fram í frétt í hollenska blaðinu de Volkskrant í dag. Nefndin er undir stjórn þingmannsins Jan De Wit. Hún mun starfa næstu þrjár vikurnar og beinst rannsóknin að orsökum kreppunnar annarsvegar aðgerða til að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig.

Hinsvegar á nefndin svo að rannsaka hlut hins opinbera í undanfara fjármálakreppunnar þar á meðal Icesave hneykslið eins og það er orðað í blaðinu.

Það eru fleiri en FME sem hafa neitað að mæta fyrir þessa rannsóknarnefnd. Þar á meðal er belgíski greifinn Maurice Lippens sem var stjórnarformaður Fortis bankans í tæpa tvo áratugi þar til ríkisstjórnir Belgíu, Hollands og Lúxemborgar tóku bankann yfir haustið 2008.

Jan De Wit segir að neitun fyrrgreindra aðila að mæta fyrir nefndina geri starf hennar erfiðara en ella en verkinu verður samt haldið áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×