Erlend staða þjóðarbúsins batnar um rúma 600 milljarða 10. júní 2010 11:56 Erlend staða þjóðarbúsins er talsvert hagfelldari en bráðabirgðatölur Seðlabanka Íslands gáfu til kynna í byrjun þessa mánaðar. Þannig var hrein staða við útlönd að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð neikvæð um 461 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 í stað 1.082 milljarða kr. eins og fyrst var talið. Er hér um töluverðan mismun að ræða, eða sem nemur um 621 milljarða kr.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í hlutfalli við landsframleiðslu síðasta árs var því hrein staða við útlönd neikvæð um 31% í marslok en ekki 72% eins og fyrri tölur gáfu til kynna.Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabankans sem hann birti í gær, en þar hefur bein fjárfesting erlendis verið leiðrétt fyrir oftöldum skuldum við tengda aðila í árslok 2009 og fjárinnstreymi vegna þess á síðasta fjórðungi ársins 2009. Rétt er að halda til haga að enn er um bráðabirgðatölur að ræða, en endanlegar tölur um beina fjárfestingu árið 2009 munu liggja fyrir í september næstkomandi.Miðað við þessar tölur þá hefur hrein erlend staða við útlönd ekki verið betri síðan á síðasta fjórðungi ársins 2000. Þó verður að hafa í huga að þótt að kúfurinn af nettóskuldum gömlu bankanna þurrkist út stendur eftir meðal erlendra skulda sá hluti eigin fjár þeirra sem verður í eigu erlendra kröfuhafa eftir að slitameðferð þeirra lýkur. Við þetta má bæta að þessum tölum ber enn að taka með fyrirvara þar sem takmarkaðar upplýsingar eru um erlendar eignir og skuldir banka í slitameðferð og eru þá framreiknaðar eins og þær stóðu við þrot þeirra.Eins og kunnugt er þá vega gömlu bankarnir þungt í þessum tölum en að þeim meðtöldum var erlend staða þjóðarbúsins við útlönd neikvæð um 5.273 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010. Námu erlendar eignir 9.092 mö.kr. en skuldi 14.365 ma.kr.Þessar leiðréttingar Seðlabankans hafa einnig nokkur áhrif á tölur um viðskiptajöfnuð fyrir síðustu misseri. Þannig mælist afgangur af viðskiptajöfnuði síðasta árs nú tæpir 32 milljarða kr. í stað 41 milljarð kr. áður, sé horft fram hjá hlut gömlu bankanna í þáttatekjum. Á þennan kvarða var hins vegar tæplega 5 milljarða kr. viðskiptahalli á 1. fjórðungi þessa árs, en fyrri tölur höfðu bent til 2,7 milljarða kr. halla. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Erlend staða þjóðarbúsins er talsvert hagfelldari en bráðabirgðatölur Seðlabanka Íslands gáfu til kynna í byrjun þessa mánaðar. Þannig var hrein staða við útlönd að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð neikvæð um 461 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 í stað 1.082 milljarða kr. eins og fyrst var talið. Er hér um töluverðan mismun að ræða, eða sem nemur um 621 milljarða kr.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í hlutfalli við landsframleiðslu síðasta árs var því hrein staða við útlönd neikvæð um 31% í marslok en ekki 72% eins og fyrri tölur gáfu til kynna.Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabankans sem hann birti í gær, en þar hefur bein fjárfesting erlendis verið leiðrétt fyrir oftöldum skuldum við tengda aðila í árslok 2009 og fjárinnstreymi vegna þess á síðasta fjórðungi ársins 2009. Rétt er að halda til haga að enn er um bráðabirgðatölur að ræða, en endanlegar tölur um beina fjárfestingu árið 2009 munu liggja fyrir í september næstkomandi.Miðað við þessar tölur þá hefur hrein erlend staða við útlönd ekki verið betri síðan á síðasta fjórðungi ársins 2000. Þó verður að hafa í huga að þótt að kúfurinn af nettóskuldum gömlu bankanna þurrkist út stendur eftir meðal erlendra skulda sá hluti eigin fjár þeirra sem verður í eigu erlendra kröfuhafa eftir að slitameðferð þeirra lýkur. Við þetta má bæta að þessum tölum ber enn að taka með fyrirvara þar sem takmarkaðar upplýsingar eru um erlendar eignir og skuldir banka í slitameðferð og eru þá framreiknaðar eins og þær stóðu við þrot þeirra.Eins og kunnugt er þá vega gömlu bankarnir þungt í þessum tölum en að þeim meðtöldum var erlend staða þjóðarbúsins við útlönd neikvæð um 5.273 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010. Námu erlendar eignir 9.092 mö.kr. en skuldi 14.365 ma.kr.Þessar leiðréttingar Seðlabankans hafa einnig nokkur áhrif á tölur um viðskiptajöfnuð fyrir síðustu misseri. Þannig mælist afgangur af viðskiptajöfnuði síðasta árs nú tæpir 32 milljarða kr. í stað 41 milljarð kr. áður, sé horft fram hjá hlut gömlu bankanna í þáttatekjum. Á þennan kvarða var hins vegar tæplega 5 milljarða kr. viðskiptahalli á 1. fjórðungi þessa árs, en fyrri tölur höfðu bent til 2,7 milljarða kr. halla.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira