Viðskipti innlent

Óska eftir fundi með ráðherra vegna sparisjóðsins

Óskað verður eftir fundi með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra vegna málsins. Mynd/ Valgarður.
Óskað verður eftir fundi með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra vegna málsins. Mynd/ Valgarður.
Fulltrúar sveitarstjórna Húnaþings vestra og Bæjarhrepps og Samtaka stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda funduðu í gær á Hvammstanga vegna yfirtöku ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík.

Sérstaklega var rætt um stöðu skuldsettra stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfé í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda og stöðu útibús sparisjóðsins á Hvammstanga. Fundarmenn skoruðu á stjórnvöld að tryggja að áfram verði rekinn sparisjóður á Hvammstanga og lögðu áherslu á mikilvægi hans fyrir byggðina.

Þá var samþykkt að óska eftir fundi með alþingismönnum kjördæmisins og fjármálaráðherra vegna þessa máls.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×