Viðskipti innlent

Laun opinberra starfsmanna hækkuðu mest

Laun hjá opinberum starfsmönnum hækkuðu mest af öllum starfsstéttum milli áranna 2008 og 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 2,4% að meðaltali á milli áranna 2008 og 2009 samkvæmt vísitölu launa. Laun verkafólks hækkuðu mest á tímabilinu eða um 5,8% en laun stjórnenda lækkuðu um 2,3%.

Á sama tímabili hækkuðu laun eftir atvinnugrein mest í iðnaði, um 4,5%, en lækkuðu um 0,4% í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum. Þá hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 7,1% milli ára.

Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Laun, tekjur og vinnumarkaður þar sem birtar eru niðurstöður vísitölu launa árið 2009. Hægt er að nálgast ritið á vefsíðu Hagstofunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×