GAMMA: Vanhugsað að aflétta gjaldeyrishöftum strax 18. mars 2010 14:19 Það er mat Róberts Helgason sjóðsstjóra GAMMA að aflétting gjaldeyshafta með öllu á þessu ári, eða jafnvel á næsta ári, verði að teljast vanhugsuð ákvörðun sem og illa ígrunduð. Íslenskt efnahagslíf hefur nú þegar fengið að kynnast því mjög náið hvernig er að notast við fljótandi örmynt í því regluverki sem stýrir frjálsu flæði stærstu mynta heims.Í grein um málið sem GAMMA hefur sent frá sér segir Róbert að á Íslandi ríkir nú frekar hefðbundin gjaldeyris- og skuldakreppa, orsökuð af of miklu kviku lánsfé sem streymdi hér inn í hagkerfið í undanfara efnahagshrunsins.Segja má að eini munurinn á gjaldeyris og skulda kreppunni hér og þeim sem hafa reglulega átt sér stað í Asíu og Suður-Ameríku undanfarna áratugi, sé hinn vestræni ,,stimpill" sem við höfum viljað setja á okkar eigin hagkerfi.Flest ríki Asíu og Suður-Ameríku hafa ekki afnumið þau gjaldeyrishöft sem hafa verið hluti lausna þeirra á gjaldmiðla- og skuldakreppum undanfarinna áratuga, einfaldlega af því að stjórnmálamenn og um leið almenningur hafa komist að því hversu hentug þau geta verið smáum ríkjum og um leið að ókostir haftanna geti þrátt fyrir allt verið vel þess virði.Þrátt fyrir það heyrist sú krafa ítrekað frá stjórnmálamönnum, Seðlabankanum, hinum ýmsu hagfræðingum og forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að það sé hið brýnasta hagsmunamál við endurreisn efnahagslífs íslensku þjóðarinnar að við ,,reynum aftur" og komust sem allra fyrst í hinn fámennan klúbb mynta sem eru fljótandi og ekki bundin við nokkur höft.Ekki er algengt að sett séu greinargóð rök fyrir mikilvægi afnámi haftanna, helst að það sé vísað í reynslu Íslendinga af haftastefnu á árum áður en þó má finna til eftirfarandi atriði:,,Fælir frá erlendra fjárfestingu"Þetta er líklega algengasta skýringin en jafnframt sú sem er auðveldast að hrekja. Sjóðir sem fjárfesta í nýmarkaðsríkjum og í gjaldföllnum skuldum (distressed debt) hafa fjárfest árum saman í ríkjum með fjármagnshöft. Það eru í raun mun fleiri ríki sem hafa gjaldeyrishöft með einu eða öðru lagi heldur en ríki með frjálst flæði gjaldeyris; t.d. hafa Brasíla, Kína og Indland mjög stíf gjaldeyrishöft en þrátt fyrir það eiga löndin í mestu erfiðleikum með að stemma stigu við innflæði fjármagns.Ef við gefum okkur það hins vegar að skortur á erlendu fjármagni sé í raun vandinn, m.a. vegna þess að þeir hátt í 2.000 milljarðar íslenskra króna sem liggja inni í bankakerfinu séu einfaldlega ekki jafnnýtir til fjárfestinga og utanaðkomandi fé, þá er líklega hin raunverulega ástæða fólgin í því fjandsamlega viðmóti sem útlendingar hafa jafnan mætt hér í fjárfestingum sínum, t.d. í sjávarútvegi og orkugeiranum, sem og óútreiknanlegt stjórnarfar landsins.,,Aðild okkar að EFTA kemur í veg fyrir að við getum verið með gjaldeyrishöft" Þrátt fyrir áhyggjur um að EFTA ríkin hafi miklar áhyggjur af gjaldeyrishöftum Íslendinga, hefur líklega aldrei heyrst nokkur kvörtun þar að lútandi. Eða hefur okkur verið hótað útgöngu úr EFTA vegna þess að við tökum ekki upp frjálst myntflæði í umhverfi þar sem ,,Ísland" og ,,gjaldþrot" virðast bókstaflega hafa fengið sömu merkingu?,,Trúverðugleiki" Það að fleyting krónunnar eigi að skapa aukinn trúverðugleika á íslensku efnahagslífi, gengur að mati Róberts Helgasonar einfaldlega ekki upp. Ef krónan myndi byrja að falla við afléttingu hafta myndi fólk einfaldlega búast við því að höftin myndu hefja endurreið sína, svo að í hvert sinn sem krónan tæki dýfu myndi fjármagn streyma í átt að útgöngudyrunum.Síðan þarf varla að nefna það hversu freistandi endurfleyting yrði erlendum vogunarsjóðum og spákaupmönnum sem hafa góðan skilning á því hversu auðvelt er að kollvelta lánsfjármögnuðum gjaldeyrisvaraforðasjóði, og hversu oft slíkar gjaldeyrisvarnir hafa mistekist.Aðgerð sem myndi hins vegar í raun búa til trúverðugleika og byggja upp traust væri að setja á gjaldeyrishöft sem útlendingar gætu bæði í senn skilið og notað, líkt og gert hefur verið í fjölmörgum ríkja heims í dag. Lægi það fyrir að slíkum höftum yrði haldið um ákveðinn tíma, eða þar til að undirliggjandi staða krónunnar væri nógu sterk, væri það nokkuð sem gæti í raun aukið á trúverðugleikann og fengið langtímafjárfesta til að fjárfesta hér á landi, að því er segir í grein Róberts. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Það er mat Róberts Helgason sjóðsstjóra GAMMA að aflétting gjaldeyshafta með öllu á þessu ári, eða jafnvel á næsta ári, verði að teljast vanhugsuð ákvörðun sem og illa ígrunduð. Íslenskt efnahagslíf hefur nú þegar fengið að kynnast því mjög náið hvernig er að notast við fljótandi örmynt í því regluverki sem stýrir frjálsu flæði stærstu mynta heims.Í grein um málið sem GAMMA hefur sent frá sér segir Róbert að á Íslandi ríkir nú frekar hefðbundin gjaldeyris- og skuldakreppa, orsökuð af of miklu kviku lánsfé sem streymdi hér inn í hagkerfið í undanfara efnahagshrunsins.Segja má að eini munurinn á gjaldeyris og skulda kreppunni hér og þeim sem hafa reglulega átt sér stað í Asíu og Suður-Ameríku undanfarna áratugi, sé hinn vestræni ,,stimpill" sem við höfum viljað setja á okkar eigin hagkerfi.Flest ríki Asíu og Suður-Ameríku hafa ekki afnumið þau gjaldeyrishöft sem hafa verið hluti lausna þeirra á gjaldmiðla- og skuldakreppum undanfarinna áratuga, einfaldlega af því að stjórnmálamenn og um leið almenningur hafa komist að því hversu hentug þau geta verið smáum ríkjum og um leið að ókostir haftanna geti þrátt fyrir allt verið vel þess virði.Þrátt fyrir það heyrist sú krafa ítrekað frá stjórnmálamönnum, Seðlabankanum, hinum ýmsu hagfræðingum og forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að það sé hið brýnasta hagsmunamál við endurreisn efnahagslífs íslensku þjóðarinnar að við ,,reynum aftur" og komust sem allra fyrst í hinn fámennan klúbb mynta sem eru fljótandi og ekki bundin við nokkur höft.Ekki er algengt að sett séu greinargóð rök fyrir mikilvægi afnámi haftanna, helst að það sé vísað í reynslu Íslendinga af haftastefnu á árum áður en þó má finna til eftirfarandi atriði:,,Fælir frá erlendra fjárfestingu"Þetta er líklega algengasta skýringin en jafnframt sú sem er auðveldast að hrekja. Sjóðir sem fjárfesta í nýmarkaðsríkjum og í gjaldföllnum skuldum (distressed debt) hafa fjárfest árum saman í ríkjum með fjármagnshöft. Það eru í raun mun fleiri ríki sem hafa gjaldeyrishöft með einu eða öðru lagi heldur en ríki með frjálst flæði gjaldeyris; t.d. hafa Brasíla, Kína og Indland mjög stíf gjaldeyrishöft en þrátt fyrir það eiga löndin í mestu erfiðleikum með að stemma stigu við innflæði fjármagns.Ef við gefum okkur það hins vegar að skortur á erlendu fjármagni sé í raun vandinn, m.a. vegna þess að þeir hátt í 2.000 milljarðar íslenskra króna sem liggja inni í bankakerfinu séu einfaldlega ekki jafnnýtir til fjárfestinga og utanaðkomandi fé, þá er líklega hin raunverulega ástæða fólgin í því fjandsamlega viðmóti sem útlendingar hafa jafnan mætt hér í fjárfestingum sínum, t.d. í sjávarútvegi og orkugeiranum, sem og óútreiknanlegt stjórnarfar landsins.,,Aðild okkar að EFTA kemur í veg fyrir að við getum verið með gjaldeyrishöft" Þrátt fyrir áhyggjur um að EFTA ríkin hafi miklar áhyggjur af gjaldeyrishöftum Íslendinga, hefur líklega aldrei heyrst nokkur kvörtun þar að lútandi. Eða hefur okkur verið hótað útgöngu úr EFTA vegna þess að við tökum ekki upp frjálst myntflæði í umhverfi þar sem ,,Ísland" og ,,gjaldþrot" virðast bókstaflega hafa fengið sömu merkingu?,,Trúverðugleiki" Það að fleyting krónunnar eigi að skapa aukinn trúverðugleika á íslensku efnahagslífi, gengur að mati Róberts Helgasonar einfaldlega ekki upp. Ef krónan myndi byrja að falla við afléttingu hafta myndi fólk einfaldlega búast við því að höftin myndu hefja endurreið sína, svo að í hvert sinn sem krónan tæki dýfu myndi fjármagn streyma í átt að útgöngudyrunum.Síðan þarf varla að nefna það hversu freistandi endurfleyting yrði erlendum vogunarsjóðum og spákaupmönnum sem hafa góðan skilning á því hversu auðvelt er að kollvelta lánsfjármögnuðum gjaldeyrisvaraforðasjóði, og hversu oft slíkar gjaldeyrisvarnir hafa mistekist.Aðgerð sem myndi hins vegar í raun búa til trúverðugleika og byggja upp traust væri að setja á gjaldeyrishöft sem útlendingar gætu bæði í senn skilið og notað, líkt og gert hefur verið í fjölmörgum ríkja heims í dag. Lægi það fyrir að slíkum höftum yrði haldið um ákveðinn tíma, eða þar til að undirliggjandi staða krónunnar væri nógu sterk, væri það nokkuð sem gæti í raun aukið á trúverðugleikann og fengið langtímafjárfesta til að fjárfesta hér á landi, að því er segir í grein Róberts.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira