Viðskipti innlent

LSS skilaði rúmlega 1,6 milljarða hagnaði í fyrra

Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) skilaði ágætu uppgjöri fyrir síðasta ár. Hagnaður af starfsemini var 1.656 milljónir kr. á móti 1.225 milljónum kr. árið áður.

Í tilkynnningu um uppgjörið segir að háir vextir á innlendum markaði sem og mikil verðbólga skiluðu mjög góðri afkomu en eignir sem samsvara eigin fé sjóðsins eru að mestu bundnar í verðtryggðum útlánum.

Ávöxtun á lausu fé var einnig framúrskarandi, en það var svo til allt varðveitt í Seðlabankanum.

Meginhlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útborguð langtímalán á árinu 2009 voru 8.4 milljarðar kr. miðað við 15.5 milljarða kr. á fyrra ári.

Sjóðurinn hefur ekki tapað útláni frá því að hann hóf starfsemi árið 1967 og engin vanskil voru í árslok 2009. Sveitarfélögin bera ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins, en tryggingar fyrir útlánum hans eru í tekjum sveitarfélaga.

Eigið fé í árslok 2009 var 12.9 milljarðar kr. á móti 11.3 milljörðum kr. árið áður. Eiginfjárhlutfall var í árslok 2009 67% en var 57% í árslok 2008. Hlutfallið þarf að vera 8% skv. lögum um fjármálafyrirtæki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×