Viðskipti innlent

Kröfur lækka um 30 milljarða í þrotabú Kaupþings

kröfurnar flokkaðar Tæplega þrjátíu þúsund kröfur bárust í bú Kaupþings um áramótin. fréttablaðið/valli
kröfurnar flokkaðar Tæplega þrjátíu þúsund kröfur bárust í bú Kaupþings um áramótin. fréttablaðið/valli

Gott jafnvægi er komið á útlánasafn Kaupþings, sem er með tvö lánasöfn í virkri stýringu: norrænt og evrópskt. Þá hafa kröfur í búið lækkað um 30 milljarða kr. með endurskoðun á kröfuhafaskrá bankans.

Lán í virkri stýringu námu 451 milljarði króna í lok síðasta árs miðað við mat skilanefndar. Af þeim voru í lok árs um 376 milljarðar eða um 83 prósent í skilum og um sautján prósent á athugunarlista. Til samanburðar var einungis tæplega helmingur þeirra í skilum í lok júní í fyrra.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi skilanefndar Kaupþings með kröfuhöfum bankans í London í Bretlandi á mánudag.

„Við lögðum mikla vinnu í endur­skipulagningu lánasafnsins á síðasta ári og markvissa eignastýringu. Árangur er góður því nú er stærstur hluti lánasafnsins í skilum," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings.

Hann bendir á að tekjur eignastýringarsviðs bankans nægi fyrir öllum rekstrarkostnaði utan aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Stefnt er að því að auka virði eignanna á árinu. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×