Viðskipti innlent

MP Banki flytur í dag og opnar nýtt útibú

MP Banki flytur í dag höfuðstöðvar sínar í Ármúla 13a ásamt því að opna þar nýtt útibú.

Í tilkynningu segir að með tilkomu viðskiptabankasviðs MP Banka og opnun útibús í Borgartúni 26 í maí 2009 þá hefur umfang starfsemi MP Banka aukist til mikilla muna og viðskiptavinum fjölgað ört.

Góður vöxtur hefur einnig verið í eignastýringu, einkabankaþjónustu og fyrirtækjaráðgjöf ásamt því að MP Banki var með hæstu markaðshlutdeild allra markaðsaðila í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöll Íslands árið 2009.

Með auknu umfangi á starfsemi bankans hefur starfsmönnum fjölgað um tæp 60% á einu ári, eða úr 51 í

byrjun árs 2009 í 81 í dag. Það var því nauðsynlegt að finna stærra og hentugra húsnæði undir starfsemi höfuðstöðva bankans, að því er segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×