Viðskipti innlent

Stærsta salan síðan í fyrra

nýi stjórinn David Sullivan hélt blaðamannafund á Upton Park í gær. Fréttablaðið/AP
nýi stjórinn David Sullivan hélt blaðamannafund á Upton Park í gær. Fréttablaðið/AP

Samningar náðust í fyrrinótt um sölu á helmingshlut CB Holdings, félags að mestu í eigu Straums, í breska úrvalsdeildarfélaginu West Ham til nafnanna David Sullivans og David Gold fyrir rúmar fimmtíu milljónir punda, jafnvirði 10,3 milljarða króna.

Straumur átti sjötíu prósent í CB Holding á móti Byr sparisjóði, MP banka og Landsbankanum ásamt félögum honum tengdum. Þar á meðal er þrotabú Grettis.

Þetta er umfangsmesta sala á eignum Straums frá því fjárfestingarbankinn fallni seldi rekstur dönsku stórverslunarinnar Magasin du Nord fyrir um tveimur mánuðum.

Georg Andersen, upplýsingasfulltrúi Straums, segir verðið ásættanlegt og gott að fá menn inn í reksturinn sem hafi tæplega tuttugu ára reynslu af rekstri knattspyrnufélags. Sullivan mun nú taka við rekstri og stjórn West Ham en deilir stóli stjórnarformanns með nafna sínum. Þeir Sullivan og Gold áttu breska knattspyrnufélagið Birmingham og stýrðu því í þrettán ár, eða þar til það var selt í fyrra fyrir áttatíu milljónir punda.

Til samanburðar greiddi Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, 85 milljónir punda fyrir félagið þegar hann keypti það í nóvember árið 2006. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×